Byggðarráð Skagafjarðar

759. fundur 06. október 2016 kl. 09:00 - 10:46 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ársþing SSNV 21. október 2016 á Sauðárkróki

1608189

Lagt fram bréf dagsett 28. september 2016 frá kjörnefnd SSNV þar sem vakin er athygli á því að á 24. ársþingi sambandsins þann 21. október n.k. verði kosið til stjórnar og varastjórnar. Samkvæmt grein 4.1 í samþykktum SSNV skal framboð til stjórnar hafa borist kjörnefnd 10 dögum fyrir ársþing.

Byggðarráð samþykkir að eftirfarandi fulltrúar verði tilnefndir í stjórn SSNV af hálfu sveitarfélagsins:

Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir. Varamenn verði Bjarki Tryggvason og Gunnsteinn Björnsson.

2.Tindastóll 2016 - bréf til sveitarfélagsins v. íþróttavallar

1610033

Lagt fram bréf dagsett 3. október 2016 frá knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls. Fagnar deildin bókun byggðarráðs þann 29. september 2016 varðandi íþróttavöllinn á Sauðárkróki og lagningu gervigrass á hann. Hvetur knattspyrnudeildin til að verkefninu verði hraðað sem allra mest auk þess sem hún óskar eftir að fulltrúar hennar fái að koma að hönnun vallarins frá upphafi.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þegar hönnunarferlið verður komið lengra mun byggðarráð óska eftir fundi með fulltrúum deildarinnar.

3.Aðalfundarboð -Hólalax hf

1609326

Lagt fram bréf dagsett 23. september 2016 frá Hólalax hf. þar sem boðað er til aðalfundar fyrir árið 2015 þann 11. október 2016 í Verinu á Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess.

4.Varðandi byggingar við Laugatún á Sauðárkróki - tilmæli frá íbúum

1610007

Lagt fram bréf dagsett 1. október 2016 frá íbúum við Laugatún 14-32 (húsnúmer með jafnar tölur) sem búa í fasteignum Búhölda hf. Vilja þeir koma á framfæri að þeir vænti þess að þau hús sem eftir er að byggja við Laugatún verði bara á einni hæð svo þeir geti notið kvöldsólarinnar við hús sín.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.

5.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - beiðni um upplýsingar

1609067

Málið áður á dagskrá 757. fundar byggðarráðs. Óskað er eftir upplýsingum um fjármál og fyrirætlanir sveitarstjórnar auk útkomuspár fyrir árið 2016.

Byggðarráð fór yfir drög að svörum til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ganga frá svari útfrá fyrirliggjandi drögum.

6.Fjárhagsáætlun 2017-2020

1608164

Lögð fram drög að ramma að fjárhagsáætlun ársins 2017.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til viðkomandi nefnda til frekari vinnslu.

7.SSNV - kjörnefnd

1610032

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þórdísi Friðbjörnsdóttur í kjörnefnd SSNV í stað Bjarka Tryggvasonar á 24. ársþing sambandsins.

8.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

1607112

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. júní 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að breytingu á launum sveitarstjórnarfulltrúa í samræmi við viðmiðunartöflu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.Hækkun á mótframlagi í A-deild

1610005

Lagt fram til kynningar samkomulag dagsett 19. september 2016 milli Bandalags háskólamanna, BSRB og kennarasambands Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Einnig bréf frá Brú - lífeyrissjóði dagsett 3. október 2016 varðandi hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild lífeyrissjóðsins og tölvupóstur dagsettur sama dag frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um sama mál.

10.KPMG - stjórnsýsluskoðun 2016

1605117

Trúnaðarmál.

11.Ágóðahlutagreiðsla 2016 - Brunabót

1609338

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 27. september 2016 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi ágóðahlutagreiðslu 2016. Sveitarfélagið Skagafjörður fær í hlut sinn á árinu 2016 1.678.000 kr.

12.Skýrsla Flugklasans Air 66N september 2016

1610029

Lögð fram til kynningar samantekt um það helsta í starfsemi flugklasans Air 66N tímabilið maí-september 2016.

Fundi slitið - kl. 10:46.