Byggðarráð Skagafjarðar

755. fundur 01. september 2016 kl. 09:00 - 09:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um kaup á Laugavegi 15, fnr: 221-8388

1608155

Málið áður á dagskrá 753. fundar byggðarráðs. Byggðarráð gerði Sigrúnu Guðlaugsdóttur gagntilboð sem hún hefur gengið að.
Byggðarráð samþykkir að selja Sigrúnu Guðlaugsdóttur, kt. 240161-3549, fasteignina Laugaveg 15, efri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8388.

2.Ársþing SSNV 21.október 2016 á Sauðárkróki

1608189

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 15. ágúst 2016 varðandi tilnefningu fulltrúa á 24. ársþing samtakanna sem verður haldið á Sauðárkróki 21. október 2016. Sveitarfélagið Skagafjörður á rétt á 11 þingfulltrúum af 29.

3.Beiðni um kaup á landspildu sunnan við Hrímnishöll.

1608188

Lagt fram bréf dagsett 24. ágúst 2016 frá Birni Sveinssyni, Varmalæk. Björn óskar eftir viðræðum við byggðarráð um kaup á hluta af landspildu sveitarfélagsins sem er sunnan við Hrímnishöllina á Varmalæk.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa landið til sölu að undanskildum lóðum undir fasteignir sveitarfélagsins. Byggðarráð beinir því til skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa lóð úr landinu undir fasteignir sveitarfélagsins.

4.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

1608236

Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 09:45.