Byggðarráð Skagafjarðar

569. fundur 27. október 2011 kl. 09:00 - 10:07 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Gísli Sigurðsson varam.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Slökkvistöð við Sæmundargötu - reglubundin skoðun.

1110228

Lögð fram skoðunarskýrsla fulltrúa Vinnueftirlitsins vegna reglubundinnar skoðunar á slökkvistöðinni við Sæmundargötu á Sauðárkróki. Gerðar eru athugasemdir um skort á áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna, ásamt því að úrbóta er þörf er varðar loftræstingu, starfsmannarými, neyðarútganga á efri hæð húsnæðisins.

Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að gera kostnaðaráætlun í samvinnu við slökkviliðsstjóra, á þeim liðum er varða húsnæðið og búnað þess.

2.Ægisstígur 7 - kauptilboð

1110188

Þetta erindi var áður á dagskrá 568. fundar byggðarráðs. Sveitarstjóri gerði Jónasi Loga Sigurbjörnssyni og Hjördísi Elfu Sigurðardóttur gagntilboð, sem þau svöruðu og gerðu jafnframt nýtt tilboð í fasteignina að upphæð 17.000.000 kr.

Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Jónasar Loga Sigurbjörnssonar og Hjördísar Elfu Sigurðardóttur.

3.Gangstígur við Strandveg - viðbót

1110246

Byggðarráð samþykkir að gengið verði frá gangstíg frá Borgargerði að Sauðárkróksbraut, norðan við iðnaðarhverfi. Kostnaðaráætlun 4.000.000 kr. Fjármögnun verksins verður tekin af fjárveitingum ársins 2011 til annarra verkefna eignasjóðs.

4.Fjárhagsáætlun 2012

1109011

Lögð fram vinnugögn vegna fjárhagsáætlunargerðar 2012.

Fundi slitið - kl. 10:07.