Byggðarráð Skagafjarðar

752. fundur 17. ágúst 2016 kl. 12:00 - 13:07 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ósk um leigu á jörðinni Hrauni í Unadal

1604228

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239 fh. Sóltúns ehf, kt. 520412-1740. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017 og nýta til beitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkir að leigja Sóltúni ehf. jörðina Hraun í Unadal.

2.Hraun í Unadal - umsókn um leigu

1608012

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. júlí 2016 frá Rúnari Þór Númasyni, kt. 130483-5349 og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur, kt. 270981-4889, þar sem þau óska eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu og nýta undir sauðfjárbeit.
Byggðarráð samþykkir að synja erindinu vegna þess að ráðið hefur samþykkt að leigja öðrum jörðina.

3.Ósk um kaup á jörðinni Hraun í Unadal

1607009

Lagt fram erindi dagsett 3. júlí 2016 frá Þórarni Þórðarsyni, kt. 190855-4149 þar sem hann óskar eftir að fá jörðina Hraun í Unadal keypta og nýta sem skógræktarjörð.
Byggðarráð samþykkir að synja erindinu þar sem jörðin er ekki til sölu að sinni.

4.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2016

1608102

Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2016. Tekjuáætlun Skagafjarðarveitna - hitaveitu hækkuð um 30.185.000 kr. og sömuleiðis gjaldaáætlun um sömu upphæð. Áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins er 0 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5.

5.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar

1603182

Lagður fram samningur á milli Fjarskiptasjóðs og Sveitarfélagins Skagafjarðar um styrkveitingu til uppbyggingar ljósleiðarkerfis í sveitarfélaginu árið 2016. Samtals er styrkveiting að upphæð 20.685.000 kr. vegna 45 tenginga frá Varmahlíð að Marbæli og í Sæmundarhlíð. Einnig lögð fram drög að kynningarbréfi til eigenda íbúðar- og sumarhúsa á fyrirhugaðri lagnaleið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og drög að kynningarbréfi.

6.Ísland ljóstengt - styrkur 2016

1605024

Lögð fram fundargerð frá 8. ágúst 2016 þar sem opnuð voru tilboð í verkið "Lagning ljósleiðara Varmahlíð - Marbælis - Sæmundarhlíð.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda frá Vinnuvélum Símonar ehf. að upphæð 22.797.300 kr. og felur veitunefnd umsjón og framkvæmd verkefnisins.

7.Ljósheimar 145954 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1608074

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1608097 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 11. ágúst 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þrastar I Jónssonar kt. 060371-3699, Drekahlíð 1, 550 Sauðárkróki, f.h. Þ. Jónsson slf., kt. 530614-0850, um leyfi til að reka gististað í flokki V í Félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkróksbraut, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Lóð 33 á Nöfum (Sauðárkróksrétt) - Umsókn um lóð

1606217

Lögð fram umsókn dagsett 3. júní 2016 frá Fjallskilasjóði Sauðárkróks, kt. 430111-1320 um að fá á leigu Lóð 33 á Nöfum, landnúmer 218133, fastanúmer 233-7261, sbr. lóðarblað frá 28. febrúar 2009. Jafnframt er óskað eftir að Sauðárkróksrétt verði eign fjallskilasjóðsins sem stefnir á endurbyggingu réttarinnar.
Byggðarráð samþykkir að leigja Fjallskilasjóði Sauðárkróks Lóð 33 á Nöfum, landnúmer 218133, fastanúmer 233-7261. Byggðarráð samþykkir einnig að Sauðárkróksrétt verði skráð eign fjallskilasjóðsins sem ber af henni alla skatta og skyldur.

9.Umsókn um leigu á landi

1608010

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. júní 2016 frá Guðmundi Þór Elíassyni, kt. 271277-3429, Varmalæk 1, þar sem hann óskar eftir að taka á leigu tvær spildur austan Héraðsdalsvegar sem auglýstar voru til leigu í Sjónhorni 23. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að leigja Guðmundi Þór Elíassyni ofangreindar spildur.

10.Umsókn um leigu á landi sunnan Reykja

1608011

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. júní 2016 frá Elínu H Blöndal Sigurjónsdóttur, kt. 130861-4669, Reykjum, þar sem hún óskar eftir að taka á leigu spildu sunnan Reykja sem auglýst var til leigu í Sjónhorni 23. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að leigja Elínu H Blöndal Sigurjónsdóttur ofangreinda spildu.

11.Umsókn um lækkun fasteignaskatts 2016

1608080

Sjá trúnaðarbók.

12.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2016

1608014

Lögð fram umsókn dagsett 2. ágúst 2016, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2016 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

13.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

1606280

Málið áður á dagskrá 749. fundar byggðarráðs þann 7. júlí 2016 og hefur farið til umsagnar í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.
Byggðarráð tekur undir afstöðu nefndanna og samþykkir að sækja um styrk til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.
Ráðið metur það svo að það sé nauðsynlegt að hlúa að menningarsögulegu gildi húsa og byggðaheilda í Skagafirði og sótt verði um styrki til Minjastofnunar til að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð, með áherslu á gamla bæinn á Sauðárkróki og Kvosina á Hofsósi sem fyrstu byggð innan þéttbýlis sem meta beri í þessu sambandi og hafa samráð við íbúa um. Að þeirri vinnu lokinni er kominn grundvöllur að fyrstu tillögugerð til forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð í Skagafirði og mörk þeirra.

Fundi slitið - kl. 13:07.