Byggðarráð Skagafjarðar

748. fundur 30. júní 2016 kl. 09:00 - 09:56 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ferðamálastofa - ósk um samstarf

1606241

Lagt fram bréf frá Ferðamálastofu þar sem farið er fram á samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.
Óskað er eftir að tilnefndur verði frá sveitarfélaginu aðili til samstarfs við ferðamálastofu.

Byggðarráð samþykkir boð um samstarf við Ferðamálastofu og tilnefnir Sigfús Inga Sigfússon sem tengilið.

2.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2016

1606238

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2016. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag um 10 milljónir til eignasjóðs vegna breytinga á Árskóla vegna flutnings tónlistarskóla. Hækkuninni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka.

3.Tónlistarnám í Árskóla

1602308

Á síðasta fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókun samþykkt: Byggðarráð samþykkir bókun fræðslunefndar og er einhuga í því að öll starfsemi tónlistarskólans á Sauðárkróki verði flutt til framtíðar í húsnæði Árskóla. Leggur byggðarráð áherslu á að flutningi tónlistarskólans verði lokið fyrir næstu áramót og að núverandi húsnæði tónlistarskólans verði selt. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 og leggja fyrir næsta fund til fullnaðarafgreiðslu.

Byggðarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir við húsnæði Árskóla vegna flutnings tónlistarskóla.

4.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2016

1606273

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2016. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag um 500þús til viðhaldsliðar eignasjóðs vegna styrks til Fjallskiladeildar Sauðárkróks vegna endurbóta á Sauðárkróksrétt en hún skemmdist við framkvæmdir við Gönguskarðsárvirkjun. Hækkuninni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka.

5.Sauðárkróksrétt

1606025

Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 500þús til Fjallskiladeildar Sauðárkróks vegna endurbóta á Sauðárkróksrétt en hún skemmdist við framkvæmdir við Gönguskarðsárvirkjun.

6.Eyvindastaðaheiði - aðalfundur 2016

1606275

Lagt fram fundarboð á aðalfund Eyvindastaðaheiðar ehf fimmtudaginn 7.júlí 2016 kl. 13 að Borgarmýri 1. Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

7.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

1606258

Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu varðandi tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

Fundi slitið - kl. 09:56.