Byggðarráð Skagafjarðar

743. fundur 02. júní 2016 kl. 12:00 - 12:27 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að taka mál nr. 1510166 á dagskrá fundarins með afbrigðum.

1.Landsmót UMFÍ 2017

1510166

Lagt fram bréf dagsett 1. júní 2016 frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem tilkynnt er um að stjórn UMFÍ hafi á fundi sínum í mars s.l. samþykkt að færa 28. Landsmót UMFÍ yfir á árið 2018. Jafnframt verði Landsmót 50+ haldið samhliða mótinu það ár. Í tengslum við þessa ákvörðun óskar UMFÍ eftir staðfestingu frá Sveitarfélaginu Skagafirði um samþykki og stuðning líkt og fyrirhugað var fyrir árið 2017.
Byggðarráð staðfestir stuðning Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Landsmót UMFÍ 2018.

2.Fundarboð / Kjölur 8. júní

1605168

Byggðarráð leggur til að fyrirhugaður fundur verði haldinn í Kerlingarfjöllum eins og upphaflega var ráðgert og samþykkir að Ingvar Páll Ingvarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins þar.

3.Halldórsstaðir 146037 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1605246

Lagður fram tölvupóstur úr máli nr. 1605576 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 31. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Bjarna Bragasyni, kt. 150563-3649, Halldórsstöðum, 560 Varmahlíð, um leyfi til að reka gististað í flokki I - heimagisting að Halldórsstöðum. Landnúmer 146037, fastanúmer 214-0458.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Miðgarður menningarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1603271

Lagður fram tölvupóstur úr máli nr. 1603727 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 30. mars 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Stefáni Gísla Haraldssyni, kt. 050285-2949, f.h. Gullgengi ehf, kt. 490112-1380, um endurnýjun á leyfi fyrir Menningarhúsið Miðgarð, 560 Varmahlíð. Veitingastaður, flokkur III - skemmtistaður og gistiskáli, flokkur I - svefnpokagisting. Fastanúmer 214-0833.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Ársreikningur 2015 - Norðurá

1605207

Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Norðurá bs. vegna ársins 2015.

Fundi slitið - kl. 12:27.