Byggðarráð Skagafjarðar

738. fundur 28. apríl 2016 kl. 09:00 - 10:35 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reykir Reykjaströnd 145950 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1603265

Lagður fram tölvupóstur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 30. mars 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Jóns Eiríkssonar, kt. 080129-2469, til að reka gististað í flokki II að Reykjum á Reykjaströnd. Landnúmer 145950, fastanúmer 230-6053.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Eyþing og SSNV boða til ráðstefnu um úrgangsmál.

1604207

Lagt fram sameiginlegt fundarboð frá Eyþing og SSNV sem boða til ráðstefnu um úrgangsmál á Norðurlandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel KEA, Akureyri þann 2. maí 2016.
Byggðarráð ítrekar svohljóðandi bókun sína frá 723. fundi ráðsins þann 10. desember 2015. "Byggðarráð vill koma því á framfæri að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu. Að svo komnu máli sér sveitarfélagið ekki ástæðu til að útvíkka samstarf á sviði sorpmála á Norðurlandi."

3.Viðauki 2 við fjáhagsáætlun 2016

1604223

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag til málaflokks 13-Atvinnu- og ferðamál. Hækkuninni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka til málaflokks 13-Atvinnu- og ferðamála.

4.Arctic Circle Route

1601156

Lögð fram bókun 32. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 22. apríl 2016: "Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veita viðauka að upphæð kr. 2.000.000,- til málaflokks 13 til að Sveitarfélagið Skagafjörður geti tekið þátt í verkefninu Arctic Circle Route, í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi."
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Arctic Circle Route.

5.Furulundur 7- Umsókn um lóðarstækkun

1604156

Lagt fram bréf dagsett 18. apríl 2016 frá Svavari Helgasyni, kt. 220260-5269 og Hafdísi Ólafsdóttur, kt. 201163-7149, eigendum lóðarinnar nr. 7 við Furulund í Varmahlíð, fastanúmer 233-7344. Óska þau eftir að fá lóðarstækkun um 2 metra, til norðurs inn á lóð nr. 5 við Furulund, til kaups. Samtals 38 m2.
Byggðarráð samþykkir að selja eigendum lóðar nr. 7, 38 m2 af lóð nr. 5 við Furulund á verði samkvæmt lóðarmati í fasteignaskrá.

6.Reglur um gæludýr í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

1602299

Lögð fram tillaga um að dýrahald verði bannað í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins frá og með 1. júní 2016.
Ákvæði um bann við dýrahaldi verði bætt inn í leigusamninga og reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014. Þeir sem eru með skráð og samþykkt dýr í dag fái að halda þeim en verði óheimilt að taka ný dýr inn á heimilið.

7.Viljayfirlýsing - aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu

1604155

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 19. apríl 2016 varðandi viljayfirlýsingu á milli sambandsins og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016. Hafa aðilar orðið ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að ekki sé efni til að taka þátt í þessu verkefni að þessu sinni.

8.Freyjugata 25 - dagvistarhús

1409031

Byggðarráð samþykkir að fasteignin Freyjugata 25, dagvistarhús, auðkennisnúmer 226-8922, fastanúmer 213-1566, verði auglýst til sölu og flutnings af lóðinni.
Sveitarstjóra falið að auglýsa fasteignina og óska eftir tilboðum.

9.Samningur

1604175

Sjá trúnaðarbók.

10.Fundagerðir 2016 - SSNV

1601003

Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 2. febrúar, 8. febrúar, 2. mars og 5. apríl 2016 lagðar fram til kynningar á 738. fundi byggðarráðs þann 28. apríl 2016.

11.Giljar 146165 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

1604196

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 22. apríl 2016 þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að jörðinni Giljar, landnúmer 146165, fastanúmer 214-1025, að hálfu. Seljandi er Anna Lísa Wium Douieb, kt. 301260-7769. Kaupandi er Hjalti Viðar Jóhannsson, kt. 161151-2119.

Fundi slitið - kl. 10:35.