Byggðarráð Skagafjarðar

734. fundur 17. mars 2016 kl. 09:00 - 09:58 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gúmmíkurl á íþróttavöllum

1603133

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 14. mars 2016 varðandi þingsályktunartillögu um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Ekki liggur fyrir hvaða gúmmíefni uppfylla það skilyrði að vera viðurkennd en ljóst má vera að slíkt er grundvallaforsenda fyrir því að hægt sé að fá niðurstöðu í málið til framtíðar litið að slík efni séu til staðar.

Byggðarráð mun fylgjast vel með framvindu þessa máls og telur eðlilegt að horft verði til niðurstöðu rannsókna Umhverfisstofnunar á því hvaða efni setja eigi í stað dekkjakurlsins en slík vinna er nú í gangi hjá stofnuninni. Er það von ráðsins að niðurstaða fáist í málið sem fyrst.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að skipt verði út gúmmíkurli úr dekkjum á íþróttavöllum sveitarfélagsins, þ.e.a.s. á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og í Varmahlíð ef niðurstöður Umhverfisstofnunar leiða í ljós skaðsemi kurlsins.

2.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2016

1603134

Lagt fram fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem verður haldinn þann 8. apríl 2016 á Grand hóteli í Reykjavík. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfund sjóðsins skv. hlutafélagalögum nr. 2/1995.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fjármálaráðstefna 22. og 23.september 2016

1603100

Tilkynnt um að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016 verður haldin á Hilton hóteli í Reykjavík dagana 22. og 23. september 2016.

4.Erindisbréf til Félags- og tómstundanefndar vegna þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra

1603135

Lögð fram drög að erindisbréfi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra tímabilið 1. janúar - 31. desember 2016.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram með textadrögin.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

5.ASÍ - húsnæðismál

1603142

Í ljósi nýlegrar viljayfirlýsingar Alþýðusambands Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga á næstu fjórum árum, samþykkir byggðarráð að óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ á sama grundvelli til að bæta úr brýnum húsnæðisskorti í Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð fagnar þessu framtaki ASÍ og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir af hálfu ráðsins.

6.Ályktun frá stjórnarfundi Landssambands smábátaeigenda

1603093

Lagt fram til kynningar bréf frá formanni Skalla, félagi smábátaeigenda, dagsett 11. mars 2016 þar sem hann kynnir ályktun stjórnar Landssambands smábátaeigenda frá fundi þann 4. mars 2016 þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir til þorskveiða um 30 þúsund tonn. Úthlutað verði til strandveiða 2.000 tonnum og 28 þúsund tonn fari til skipa sem nýtt hafa þorskveiðiheimildir sínar með veiðum undanfarin þrjú ár.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið stjórnar Landssambands smábátaeigenda. Engum byggðakvóta var úthluta til Sauðárkróks á fiskveiðitímabilinun 2015/2016.

7.Framlög úr Jöfnunarsjóði 2015

1603090

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 8. mars 2016 þar sem fram koma upplýsingar um framlög til sveitarfélaga úr sjóðnum á árinu 2015.

Fundi slitið - kl. 09:58.