Byggðarráð Skagafjarðar

729. fundur 28. janúar 2016 kl. 09:00 - 10:17 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var samhljóða í upphafi fundar að taka mál nr. 1601414 Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði á dagskrá með afbrigðum.

1.Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði

1601414

Lögð fram drög að nýjum samningi um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Skagafirði á milli sveitarfélagsins og heilbrigisstofnunarinnar fyrir tímabilið 1. janúar 2016 til 31. desember 2020. Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti samninginn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

2.Aðalgata 14 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1601382

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 26. janúar 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Krókaleiða ehf., kt. 680403-2360, um rekstrarleyfi fyrir Aðalgötu 14, 550 Sauðárkróki. Fastanúmer 213-1129 (01-0201). Gistileyfi, íbúð flokkur II. Forsvarsmaður er Þorvaldur Steingrímsson, kt. 080359-3249.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016 - Bilun í búnaði í íþróttaþróttahúsi.

1601397

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2016. Gerð er tillaga um að færa fjármagn af fjárfestingalið eignasjóðs til hækkunar á rekstrarlið málaflokks 06, samtals 600.000 kr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.

4.Bilun í búnaði í íþróttahúsi

1601398

Vegna nauðsynlegrar viðgerðar á hljóðkerfi íþróttahúss Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að hækka útgjaldalið málaflokks 06511 - Íþróttahús Sauðárkróks um 600.000 kr. í fjárhagsáætlun ársins 2016.

5.Skólahúsnæði við Freyjugötu á Sauðárkróki

1601403

Byggðarráð samþykkir að skólahúsnæðið við Freyjugötu á Sauðárkróki verði auglýst til sölu, þ.e. gamli barnaskólinn (213-1566). Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að texta auglýsingar á næsta fund ráðsins.

6.Fundagerðir 2016 - SSNV

1601003

Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 12. janúar 2016 lögð fram til kynningar á 729. fundi byggðarráðs þann 28. janúar 2016.

7.Fundagerðir 2016 - Samtök sjávarútvegs sv.fél

1601006

Fundargerð 25. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. janúar 2016 lögð fram til kynningar á 729. fundi byggðarráðs þann 28. janúar 2016.

Fundi slitið - kl. 10:17.