Byggðarráð Skagafjarðar

726. fundur 21. janúar 2016 kl. 09:00 - 09:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kauptilboð - Kvistahlíð 13

1601192

Málið áður á dagskrá 725. fundar byggðarráðs, þann 14. janúar 2016.
Lagt fram gagntilboð frá Kristjáni Heiðmari Kristjánssyni, kt. 010791-3089 í fasteignina Kvistahlíð 13, 213-1948.
Byggðarráð samþykkir að ganga að gagntilboði Kristjáns Heiðmars Kristjánssonar.

2.Víðigrund 24, 3.h.h. - 213-2410 - kauptilboð

1512191

Málið áður á dagskrá 725. fundar byggðarráðs, þann 14. janúar 2016.
Lögð fram staðfesting Herdísar Jónsdóttur, kt. 231060-2789, á því að hún gangi að gagntilboði sveitarfélagsins vegna fasteignarinnar Víðigrund 24, 3.h.h., 213-2410.
Byggðarráð samþykkir að selja fasteignina til Herdísar Jónsdóttur.

3.Beiðni um fund með Íslandspósti vegna skerðingar á þjónustu

1601295

Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af boðaðri breytingu á póstþjónustu í Skagafirði sem og á landsbyggðinni. Ljóst er að boðaðar breytingar munu þýða þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess. Þær breytingar sem boðaðar eru nú eru í engu samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru af Íslandspósti eftir síðustu breytingar þegar þjónusta var skert, meðal annars með lokun pósthúsa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi með forráðamönnum Íslandspósts vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.

4.Miklibær 146569 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

1601191

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 12.01. 2016 varðandi sölu jarðarinnar Miklibær, landnúmer 146569. Seljandi er Halldór Þorleifur Ólafsson, kt. 201234-2049. Kaupandi er Jón Einar Kjartansson, kt. 311068-5209.

5.Stærsta ráðstefna sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

1601226

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 14. janúar 2016 um Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, sem verður haldin í Nicosia á Kýpur dagana 20.-22. apríl n.k.

Fundi slitið - kl. 09:55.