Byggðarráð Skagafjarðar

724. fundur 07. janúar 2016 kl. 09:00 - 10:17 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál nr. 1512229 á dagskrá með afbrigðum.

1.Aðalgata 15 Ólafshús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1512125

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 15. desember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tómasar H. Árdal fyrir hönd Stá ehf, kt. 520997-2029 um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Ólafshús, Aðalgötu 15, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur II. Forsvarsmaður Tómas H. Árdal. Breyting á rekstraraðila frá og með 1. janúar 2016.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Aðalgata 16,Kaffi Krókur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1512133

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 16. desember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tómasar H. Árdal fyrir hönd Stá ehf, kt. 520997-2029 um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Kaffi Krók, Aðalgötu 16, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur III. Forsvarsmaður Tómas H. Árdal. Breyting á rekstraraðila frá og með 1. janúar 2016.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Aðalgata 7,Mælifell - Umsagnarbeiðni vegna rektrarleyfis

1512132

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 16. desember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tómasar H. Árdal fyrir hönd Stá ehf, kt. 520997-2029 um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Mælifell, Aðalgötu 7, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur III. Forsvarsmaður Tómas H. Árdal. Breyting á rekstraraðila frá og með 1. janúar 2016.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Beitarhólf í og við Hofsós

1512093

Byggðarráð samþykkir að segja upp öllum samningum um landleigu í og við Hofsós, þ.e.a.s. tún og beitarhólf nú í janúar 2016. Svæðin verði skilgreind með tilliti til notkunar. Auglýsa skikana til leigu að nýju og gera um þá leigusamninga líkt og gert var um löndin á Nöfum á Sauðárkróki. Stefnt skuli að því að nýjir samningar gildi frá 1. maí 2016. Framkvæmdin verði á höndum landbúnaðarnefndar. Einnig lagður fram uppdráttur af svæðinu gerður af Stoð verkfræðistofu ehf., dagsettur 7. október 2014.

5.Umsókn um lækkun fasteignaskatts 2015

1512250

Sjá trúnaðarbók.

6.Víðigrund 24, 3.h.h. - 213-2410 - kauptilboð

1512191

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Víðigrund 24, 3.h.h., fastanúmer 213-2410 frá Herdísi Jónsdóttur, kt. 231060-2789.
Byggðarráð samþykkir að gera Herdísi gagntilboð.

7.Grenihlíð 26 e.h. - 213-1638, kauptilboð

1512229

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Grenihlíð 26 e.h., fastanúmer 213-1638 frá Mandy Ueberberg, kt. 130790-3139 og Jóni Kristni Skúlasyni, kt. 141086-2949.
Byggðarráð samþykkir að ganga að kauptilboðinu.

8.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

1501017

Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 26. nóvember 2015.

9.Rætur b.s. um málefni fatlaðra - fundargerðir 2015

1501005

Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar stjórnar Róta bs. frá 20. október 2015.

10.Uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á rekstrargrunni

1512179

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 17. desember 2015 þar sem tilkynnt er um uppgjör sjóðsins verði á rekstrargrunni hvað varðar uppgjör framlaga vegna yfirfærslu grunnskólans og málefna fatlaðs fólks.

11.Hvammur 145895 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

1512124

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra varðandi aðilaskipti á jörðinni Hvammur í Laxárdal, landnúmer 145895 (50%). Seljandi er Guðmundur Vilhelmsson, kt. 200543-2629 og kaupandi Friðrik Steinsson, kt. 120968-3199.

12.Rekstrarupplýsingar 2015

1504095

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-nóvember 2015.

Fundi slitið - kl. 10:17.