Byggðarráð Skagafjarðar

701. fundur 09. júlí 2015 kl. 09:00 - 11:33 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kárastígur 9 Hofsósi - umsögn um rekstrarleyfi

1507034

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 2. júlí 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, um leyfi til að reka gististað í flokki II (íbúðir) að Kárastíg 9, 565 Hofsós. Forsvarsmaður er Valgeir Þorvaldsson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Ráðgefandi hópur um aðgengismál

1411046

Erindið áður tekið fyrir á 677. fundi byggðarráðs, 6. nóvember 2014, 691. fundi 26. mars 2015 og 692. fundi 9.apríl 2015, þar sem sveitarstjóra var falið að útbúa erindisbréf. Hópinn eiga að skipa tveir fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg og annar frá Þroskahjálp i Skagafirði.
Fyrir fundinum liggur erindisbréf ráðgefandi hóps um aðgengismál sem byggðarráð samþykkir og tilnefnir eftirfarandi aðila í hópinn:
Frá Sveitarfélaginu Skagafirði Sigríður Magnúsdóttir og Indriði Þór Einarsson.
Frá Sjálfsbjörg í Skagafirði Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Beðið er tilnefningar frá Þroskahjálp í Skagafirði.

3.Tillaga frá V- lista

1506210

Bjarni Jónsson oddviti V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:
Undirbúningur verði hafinn að enduruppbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks á núverandi stað í hjarta bæjarins, ásamt leik- og útivistarsvæði. Sveitarfélagið setji framkvæmdinni fjárhagslegan ramma og almenna umgjörð, en skoðað verði að gefa íbúum kost á að taka þátt í hugmyndavinnu við verkefnið.
Greinargerð
Þegar sundlauginn á Sauðárkróki var byggð á sínum tíma var hún með glæsilegri íþróttamannvirkjum á landinu. Að þeirri framkvæmd stóð dugmikið fólk með Guðjón Ingimundarson í broddi fylkingar. Sannarlega hefur hún dugað vel og staðsetningin og byggingin falleg þó hún þarfnist viðhalds við, en það er fyrir löngu kominn tími til að halda áfram þar sem frá var horfið, ráðast í endurbætur og byggja upp sundlaugarsvæðið þannig að það þjóni sem best óskum íbúa og gesta í dag, með bættu aðgengi og fjölbreyttari notkunarmöguleikum.
þrátt fyrir að sundlaugin hafi í hartnær tvo áratugi verið skilgreind sem forgangsverkefni í nýframkvæmdum hjá sveitarfélaginu, hafa á þeim tíma önnur verkefni ávallt lent framar í röðinni þegar til á að taka. Málefni sundlaugarinnar hafa þó alloft verið rædd á undanförnum árum og valkostir verið til skoðunar. Til að mynda skilaði starfshópur af sér ágætri skýrslu um uppbyggingu sundlaugar á Sauðárkróki í upphafi árs 2005. Niðurstaða þeirrar vinnu var að mæla með núverandi staðsetningu.

Stefán Vagn Stefánsson oddviti B-lista og Sigríður Svavarsdóttir oddviti D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Það er ánægjulegt að sjá þá tillögu sem liggur hér fyrir fundinum enda mikilvægt að sátt náist um uppbyggingu sundlaugar á Sauðárkróki. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi er varða framtíðarsýn fyrir sundlaugina og er þar helst að nefna; hugmyndir um staðsetningu, viðbætur við núverandi laug, niðurrif, uppbygging nýrrar laugar og ýmsar útfærslur á þessum möguleikum. Á meðan hefur lítið sem ekkert verið gert við laugina og núverandi ástand ekki boðlegt mikið lengur.
Þeir flokkar sem mynda meirihluta í sveitarstjórn sveitarfélagsins sögðu báðir í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga að komið væri að uppbyggingu sundlaugarinnar á Sauðárkróki, við það verður staðið.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að farið verði í hönnun á sundlauginni á Sauðárkróki og er sú vinna komin í gang. Verið er að meta núverandi stöðu og fá hugmyndir til að vinna með svo hægt verði að taka ákvarðanir um hvernig best sé að standa að uppbyggingu mannvirkisins. Höfum við fengið verkfræðistofuna Stoð ehf með okkur í þá vinnu. Fyrsti kostur þess meirihluta sem nú situr er að nýta núverandi húsnæði og byggja utan um það. Taka þarf ákvörðun um hvað eigi að byggja, kostnaðarmeta og setja í áætlanir sveitarfélagsins. Brýnt er að hraða þeiri vinnu sem kostur er.
Það er afar ánægjulegt að sjá að fulltrúi V lista ætlar að styðja við þetta metnaðarfulla verkefni sem uppbygging sundlaugarinnar á Sauðárkróki er, enda mikilvægt að sátt ríki um framkvæmdina.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Svavarsdóttir

Bjarni Jónsson oddviti V-lista óskar bókað:
Ekki hefur komið fram fyrr en nú að vinna væri hafin. Ég fagna því að tillaga mín hafi hreyft við málinu og ekki síður þeirri samstöðu sem náðst hefur um verkefnið.

Sigríður Svavarsdóttir oddviti D-lista og Stefán Vagn Stefánsson oddviti B-lista óska bókað:
Hönnun Sundlaugar Sauðárkróks er á fjárhagsáætlun ársins 2015 og hefur verið unnið samkvæmt því.

Bjarni Jónsson oddviti V-lista óskar bókað:
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verkefnið hefur verið á fjárhagsáætlun síðustu tvö ár.

Stefán Vagn Stefánsson oddviti B-lista, Sigríður Svavarsdóttir oddviti D-lista, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti K-lista og Bjarni Jónsson oddviti V-lista óska bókað:

Allir flokkar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru sammála því að fyrsti kostur í sundlaugarmálaum á Sauðárkróki er enduruppbygging Sundlaugar Sauðárkróks á núverandi stað.

Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til þeirrar vinnu sem nú þegar er hafin.

4.Staðsetning 11 nýrra starfa vegna aðgerða til að auka læsi skólabarna.Tillaga til ályktunar frá byggðaráði frá Bjarna Jónssyni.

1507059

Byggðaráð Skagafjarðar fagnar fyrirhuguðu átaki til að efla læsi, en gagnrýnir að öll 11 ný störf ráðgjafa og teymisstjóra við innleyðingu aðgerða til eflingar læsis sem Námsmatsstofnun hefur auglýst, eigi að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Ráðgert er að starfsmennirnir muni starfa hjá nýrri stofnun, Menntamálastofnun en eigi að sinna öllu landinu og vera skólum og sveitarstjórnum til halds og trausts um aðgerðir til að auka læsi skólabarna. Er verkefnið hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók um umbætur í menntamálum.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir um opinber störf "Mikilvægt er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa." Þá segir einnig að áhersla verði "lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu." Vart gefast betri tækifæri til að fylgja eftir þessum markmiðum ríkisstjórnarinnar en þegar hópur fólks er ráðinn til nýrrar stofnunar sem á að sinna þjónustu í samstarfi við sveitarstjórnir og skóla um allt land. Einnig vill byggðaráð minna á í þessu sambandi þriðju grein þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 þar sem fram kemur það markmið "að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins." Aðgerðir til þessa séu m.a. að "stefnt verði að því að á gildistíma áætlunarinnar snúist fækkun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins í fjölgun með nýjum verkefnum eða tilflutningi verkefna."

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Svavarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson5.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

1503217

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um stefnumótun hennar í rekstri A-hluta, mikilvægi þess að bæta neikvæðan rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu, hugsanlegar aðgerðir sveitarstjórnar sem væru til þess valdandi að ná markmiðum um jákvæða rekstrarniðurstöðu og aðrar upplýsingar sem sveitarstjórn vill koma á framfæri. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 9.4.2015 þar sem sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs var falið að hefja grunnvinnu við verkefnið.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að bæta rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagsáætlunargerð áranna 2016-2019.

6.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Sveitarf. Skagafjarðar 2014

1504092

Málið fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 11:33.