Byggðarráð Skagafjarðar

583. fundur 23. febrúar 2012 kl. 09:00 - 10:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir varam.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um aukið samstarf

1202052

Málið áður á dagskrá 582. fundar byggðarráðs.

Hanna Dóra Björnsdóttir, ráðgjafi VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hjá stéttarfélögunum á Norðurlandi vestra, kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti erindi bréfs þar sem hún óskar eftir auknu samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, sem miðar að því að auka starfshæfni fólks á vinnumarkaði og styrkja þannig einstaklinga til þátttöku í atvinnulífinu og samfélaginu.

Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar því til umfjöllunar í félags- og tómstundanefnd.

2.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

1202092

Lagt fram bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, 202. mál.

Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.Löngumýrarskóli - Umsögn um rekstarleyfi

1202220

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gunnars Rögnvaldssonar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Löngumýrarskóla. Gististaður, flokkur III, gistiheimili. Veitingastaður, flokkur I, veitingastofa, greiðasala, samkomusalir.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Evrópsk viðurkenning til strandbæja

1202228

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ætlun Evrópuráðsins um að veita strandbæjum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu sérstaka viðurkenningu; "Best Practice Award Programme for European Costal Towns". Til að taka þátt í þessu verkefni þurfa sveitarfélög að skrá sig fyrir 29. febrúar n.k.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu markaðs- og þróunarsviðs.

5.Vinabæjarmót í Köge

1202125

Lagt fram boðsbréf frá vinabæ sveitarfélagsins, Køge Kommune í Danmörku. Boðað er til stórs vinabæjamóts í Køge þann 29. maí - 1. júní 2012. Dagskrá mótsins verður annars vegar sniðin að málefnum eldri borgara og hins vegar menningu og listum.

Byggðarráð þiggur boðið og nánari útfærsla bíður næsta fundar.

6.Siðareglur

1112324

Málið áður á dagskrá 582. fundar byggðarráðs. Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Þorsteini Tómasi Broddasyni:

"Undirritaður leggur til að 5. grein draga að siðareglum kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði breytt þannig að eftirfarandi bætist við greinina:

Kjörnir fulltrúar skulu einnig gæta þess að innkaupum, fjárfestingum og leigu, ásamt sölu og útleigu eigna sveitarfélagsins sé þannig háttað að sem best sé farið með almannafé og ekki hlutast til þess að öðruvísi sé að málum staðið."

Byggðarráð samþykkir að hafna tillögunni.

7.Atvinnuátakið vinnandi vegur

1202229

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til kynningar á atvinnuátakinu "Vinnandi vegur", sem ætlað er að vinna gegn langtímaatvinnuleysi. Aðilar verkefnisins eru ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, BSRB og BHM.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.

8.Uppgjör framlaga vegna ársins 2011

1202161

Lagt fram til kynningar uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011.

9.Ályktun kirkjuþings

1202124

Lögð fram til kynningar svo hljóðandi ályktun kirkjuþings 2011:

"Kirkjuþing 2011 hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir. Foreldraréttur skal virtur. Trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra."

10.Byggingaframkvæmdir við Árskóla

1202252

Væntanlegar byggingaframkvæmdir við Árskóla ræddar.

11.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

1201010

Fundargerð stjórnar SSNV frá 14. febrúar 2012, lögð fram til kynningar á 583. fundi byggðarráðs þann 23. febrúar 2012.

Fundi slitið - kl. 10:50.