Byggðarráð Skagafjarðar

698. fundur 04. júní 2015 kl. 09:00 - 10:46 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sæmundargata 7a - breytingar á húsnæði

1505204

Föstudaginn 22. maí 2015 voru opnuð verðkönnunarboð í breytingar á Sæmunargötu 7a. Tvö boð bárust í verkið, annað frá Trésmiðjunni Borg ehf., 28.302.331 kr. og hitt frá K-Tak ehf., 31.115.275 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 28.246.226 kr.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Trésmiðjuna Borg ehf.

2.Aðalfundur 2015 - Eyvindarstaðaheiði

1506010

Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðarheiðar ehf., föstudaginn 12. júní n.k. kl. 13:00 í húsnæði KPMG á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

3.Aðalfundur Flugu ehf 2015

1506019

Lagt fram fundarboð um aðalfund Flugu ehf., þriðjudaginn 9. júní n.k. kl. 20:00 í reiðhöllinni Svaðastöðum, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

4.Félagsheimilið Árgarður - endurbætur á eldhúsi

1503075

Lagt fram bréf frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps, dagsett 10. febrúar 2015 varðandi endurbætur á eldhúsi Félagsheimilisins Árgarðs.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

5.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.

1505212

Samningur um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 var undirritaður 10. febrúar 2015. Á fundi stjórnar SSNV, 13. maí sl., var samþykkt að fela sveitarstjórnum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra að tilnefna fulltrúa í 32 manna samráðsvettvang. Fjöldi fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þar af 13 (4+9).
Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirfarandi sem fulltrúa sveitarfélagsins:
Aðalmenn:
Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson, Sólborg Una Pálsdóttir, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Ingileif Oddsdóttir, Sveinn Ragnarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Laufey Kristín Skúladóttir, Marteinn Jónsson, Evelyn Ýr Kuhne.
Til vara:
Hildur Þóra Magnúsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Sigríður Magnúsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðný Zoega, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Þorkell Þorsteinsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Guðný Axelsdóttir, Margeir Friðriksson, Ásta Pálmadóttir, Ólafur Sigmarsson, Tómas Árdal.

6.Smábátafélagið Skalli

1505104

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. maí 2015 frá Smábátafélaginu Skalla varðandi aukningu á aflaheimildum til strandveiða um 2.000 tonn.
Byggðarráð styður hugmyndir Landssambands smábátaeigenda um 2.000 tonna aukningu á aflaheimildum til að efla strandveiðar enn frekar.

7.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

1501004

Fundargerð stjórnar SSNV frá 13. maí 2015 lögð fram til kynningar á 698. fundi byggðarráðs 4. júní 2015.

8.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

1505230

Skipulagsstofnun vekur athygli á því að þann 1. júní n.k. taka gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar. Þar er greint frá málsmeðferð sem sveitarstjórnir þurfa að byggja á við ákvarðanatökuna. Nánari skýringar verður að finna í endurskoðaðri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum, sem stefnt er að því að verði tilbúin fljótlega í júní. Samhliða mun Skipulagsstofnun gefa út leiðbeiningar um C- flokk, sem nýtast eiga skipulagsfulltrúum og sveitarstjórnum til að takast á við þetta nýja verkefni.

Um leið og endurskoðuð reglugerð og leiðbeiningarnar um C- flokk líta dagsins ljós mun Skipulagsstofnun vekja athygli sveitarstjórna á því.

Fundi slitið - kl. 10:46.