Byggðarráð Skagafjarðar

689. fundur 12. mars 2015 kl. 09:00 - 10:05 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál nr. 1502210 á dagskrá með afbrigðum.

1.Rotaryklúbbur Sauðárkróks - verkefnið Litli-Skógur

1502210

Málið áður á dagskrá 688. fundi byggðarráðs. Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Indriði Þ. Einarsson sviðsstjori veitu- og framkvæmdasviðs, Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkir að fela veitu- og framkvæmdasviði að vinna gróft skipulag fyrir Litla-Skóg og Skógarhlíð. Stefnt er að framkvæmdum á svæðinu í vor.

2.Afskrift á sveitarsjóðsgjöldum

1502110

Lögð fram afskriftarbeiðni, dagsett 5. mars 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna sveitarsjóðsgjalda sem eru talin óinnheimtanleg. Samtals eru þetta kröfur að höfuðstólsupphæð 34.365 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfurnar.

3.Air 66N - ósk um fund og framlag

1503013

Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015 varðandi verkefnið Flugklasinn Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Stofnaðilar voru ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög á Norðurlandi. Óskað er eftir aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í þrjú ár.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Markaðsskrifstofu Norðurlands til að ræða verkefnið.

4.Fuglastígur á Norðurlandi vestra

1411076

Lagt fram erindi frá Selasetri Íslands og Ferðamálafélagi Norðurlands vestra, dagsett 3. mars 2015 varðandi sókn fuglatengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Búið er að skrifa skýrslu um þá staði sem taldir eru best til þess fallnir að kynna sem áhugaverða fuglaskoðunarstaði. Áætlanir gera ráð fyrir því að útbúa kort sem sýnir þessa staði. Óskað er eftir því við sveitarfélagið að það veiti leyfi sem landeigandi, að auglýsa megi eftirtalda staði; Tjarnartjörn, tjarnir við Alexandersflugvöll og Drangey.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslunni og óskar eftir nánari gögnum.

5.Landsþing 2015

1501032

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. mars 2015 þar sem boðað er til XXIX. landsþings sambandsins. Landsþingið verður haldið í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 17. apríl 2015.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á landsþinginu verði byggðarráðsmenn og sveitarstjóri.

6.Styrkbeiðni -Dropinn

1503009

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2015 frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við félagið vegna sumarbúða skjólstæðinga félagsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. og fjármagnið tekið af fjárhagslið 21890. Byggðarráð býður verkefnið velkomið í Skagafjörð.

7.Saurbær lóð 214747 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1503026

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 3. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Saurbæjar ehf, kt. 590602-3880 um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Saurbæ, 560 Varmahlíð. Heimagisting - flokkur I. Forsvarsmaður er Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, kt. 300985-3869.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

1501017

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 11. febrúar 2015. Á 688. fundi byggðarráðs, 26. febrúar 2015 var röng útgáfa fundargerðarinnar lögð fram.

9.Rætur b.s. - málefni fatlaðra 2015

1501005

Fundargerð 12. fundar stjórnar Róta bs. frá 9. janúar 2015 lögð fram til kynningar á 689. fundi byggðarráðs, 12. mars 2015.

Fundi slitið - kl. 10:05.