Byggðarráð Skagafjarðar

684. fundur 22. janúar 2015 kl. 09:00 - 10:54 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða til að taka mál númer 1501236 á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1.Lántaka 2014

1405114

Í fjárhagsáætlun ársins 2014 er heilmild til að taka langtímalán allt að 868 milljónum króna. Þegar hafa verið teknar 750 milljónir króna.

Byggðarráð samþykkir hér með að taka óverðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til greiðslu á framkvæmdum við hitaveitu, opin svæði og fasteignir, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2.Lækjarbakki 7, 214-1652 - kauptilboð

1501207

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Lækjarbakki 7, 214-1652, í Steinsstaðahverfi, frá Signýju Sigurðardóttur, kt. 050880-5839, að upphæð 11.500.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.

3.Lækjarbakki 7, 214-1652, kauptilboð

1501160

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Lækjarbakki 7, 214-1652, í Steinsstaðahverfi, frá Hrafnhildi Baldursdóttur, kt. 130754-2529 og Sigurði Baldurssyni, kt. 070551-2929, að upphæð 9.500.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.

4.Lækjarbakki 7, 214-1652 - kauptilboð

1501236

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Lækjarbakki 7, 214-1652, í Steinsstaðahverfi, frá Trostan Agnarssyni, kt. 251181-4469, að upphæð 13.100.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu.

5.Samþykkt um byggingarnefnd

1406016

Lögð fram tillaga að breyta samþykktum sveitarfélagsins, 47. grein lið 4 um skipulags- og byggingarnefnd.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson fulltrúi V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

6.Starfsmannastefna 2015

1411021

Lögð fram drög að verkáætlun starfsmannastefnu sveitarfélagsins starfsárið 2015.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög.

7.Tillaga varðandi kaup á landi

1501208

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi K-lista leggur fram svohljóðandi tillögu:

"Byggðaráð óskar eftir því að fá Sigurð Haraldsson, bónda á Grófargili og forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga til fundar við byggðaráð til þess að ræða möguleika á því að Sveitarfélagið Skagafjörður fái að ganga inn í viðræður þeirra um kaup á landi Grófargils."

Greinargerð:
Sigurður Haraldsson bóndi á Grófargili kom á fund byggðaráðs 18.desember sl. að ósk ráðsins. Fram kom á fundinum að Sigurður var jákvæður í garð sveitarfélagsins og ráðlagði hann byggðaráði að ræða við Kaupfélag Skagfirðinga um að sveitarfélagið fái að koma að viðræðum um kaup á landinu.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

8.Trúnaðarmál - trúnaðarbók 2015

1501223

Sjá trúnaðarbók.

9.Ysti-Mór 146830 - Tilkynning um aðilaskipti, ábúð.

1501206

Lagt fram til kynningar afrit af byggingabréfi þar sem Ysti-Mór ehf., kt. 540183-0909 leigir Sigurði Steingrímssyni, kt. 2012446-2889 jörðina Ysta-Mó 146830, frá fardögum 2014 til 5 ára.

10.Landsþing 2015

1501032

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að af óviðráðanlegum ástæðum er landsþingi sambandsins sem átti að halda 20. mars 2015, frestað til föstudagsins 10. apríl 2015.

Fundi slitið - kl. 10:54.