Byggðarráð Skagafjarðar

676. fundur 30. október 2014 kl. 09:00 - 10:44 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Hólaskóli - Háskólinn á Hólum

1410258

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hólaskóla - Háskólans á Hólum kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu um málefni skólans.

2.Húsnæði fyrir starfsemi Alþýðulistar á Sauðárkróki

1410144

Erindið áður á dagskrá 674. fundi byggðarráðs, 23. 10. 2014. Stjórn Alþýðulistar var að leita eftir því hvort sveitarfélagið hafi til reiðu húsnæði á Sauðárkróki, sem hentað gæti fyrir starfsemi félagsins, þ.e. rými til að vinna að handverki og verslunarpláss. Fulltrúar Alþýðulistar komu á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um erindið.

3.Umsókn um styrk til tækjakaupa

1410137

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagett 14. október 2014, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til fjársöfnunar klúbbsins vegna kaupa á nýju speglunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Klúbburinn hefur ákveðið að fara í fjársöfnun á meðal fyrirtækja og stofnana í Skagafirði til að kaupa framangreint tæki, sem meðal annars myndi nýtast í átaksverkefni varðandi skimun fyrir ristilkrabbameini. Áætlað er að tækið kosti um 18 milljónir króna uppsett.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum verkefnisins.
Bjarni Jónsson vék af fundi kl. 10:26.

4.Fjárhagsáætlun 2015

1408146

Lagðar fram til kynningar dagsetningar vegna vinnu fjárhagsáætlunar 2015 og 2016-2018.

5.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014

1401014

Fundargerðir stjórnar SSNV frá 2. og 13. október 2014 lagðar fram til kynningar á 676. fundi byggðarráðs þann 30. október 2014.

6.Ágóðahlutagreiðsla 2014

1410247

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 24. október 2014. Fram kemur að félagið mun greiða sveitarfélaginu ágóðahlut að upphæð 1.678.000 kr. fyrir árið 2014.

Fundi slitið - kl. 10:44.