Byggðarráð Skagafjarðar

657. fundur 03. apríl 2014 kl. 09:00 - 11:28 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

1403170

Undir þessum dagskrárlið komu Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigðistofnunarinnar Sauðárkróki og Örn Ragnarsson yfirlæknir heilsugæslusviðs til viðræðu um stofnunina og starfsemi hennar. Bjarki Tryggvason sveitarstjórnarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Smábátahöfn - flotbryggjur

1212094

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti framkvæmd við smábátahöfn á Sauðárkróki. Málið áður á dagskrá 96. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina og fjármagn til verksins tekið af fjárveitingu sem er til staðar vegna smábátahafnar.

3.Endurskoðun samgönguáætlunar, fjarskiptaáætlunar, samráðsfundir o.fl.

1403219

Borist hefur erindi frá SSNV, þar sem tilkynnt er um að innanríkisráðuneytið hefur boðað til fundar með landshlutasamtökunum vegna undirbúnings samgöngu- og fjarskiptaáætlana til næstu 12 ára. Þar sem ekki er starfandi samgöngunefnd á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur verið ákveðið að bjóða öllum sveitarfélögum á starfssvæðinu að senda fulltrúa sína til fundarins.
Sveitarstjórnarfulltrúum er boðið á fund umhverfis- og samgöngunefndar sem verður haldinn í dag 3. apríl 2014, til að ræða forgangsröðun verkefna. Fundur með innanríkisráðuneytinu verður haldinn þann 8. apríl n.k. á Sauðárkróki.

4.GS-Umsókn um styrk v/ fasteignagjalda

1403365

Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks, kt. 570884-0349, dagsett 17. mars 2014, þar sem sótt er um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2014, af fasteigninni Borgarflöt 2, Sauðárkróki, 213-1289, skv. 5.gr. reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

5.Nytjar Drangeyjar á Skagafirði

1403372

Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, kt. 650205-1460, þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að nytja eyna í ár og helst til fleiri ára. Félagið mun kappkosta að viðhalda veiðiaðferðum, veiðistöðum og ganga um eyna í fullri sátt við náttúruna eins og gert hefur verið undanfarna áratugi. Félagsmenn hafa haldið við skála í Drangey og unnið betrumbætur við lendingu og uppgöngu í eyna á kostnað félagsins. Ef nytjaleyfi fæst, þá stefnir félagið á að setja upp flotbryggju í sumar við eyna á eigin kostnað.
Jón Magnússon óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna félagsaðildar sinnar að Drangeyjarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að heimila Drangeyjarfélaginu að nytja Drangey til þriggja ára, enda verði almennt og eðlilegt aðgengi í eyjuna tryggt á samningstímanum.

6.Sumarráðstefna Norræna sumarháskólans

1402356

Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd sumarráðstefnu Norræna sumarháskólans, dagsett 2. febrúar 2014.
Dagana 24. ? 31. júlí n.k. verður sumarráðstefna Norræna sumarháskólans, NSU, haldin á Sauðárkróki. NSU er samnorrænt fræðastarf sem staðið hefur fyrir vetrarmótum og ráðstefnum á Norðurlöndunum í um sextíu ár. Stórar sumarráðstefnur hafa verið haldnar árlega, en nú er áratugur liðinn síðan Ísland var síðast gestgjafi slíkrar ráðstefnu. Með bréfi þessu sækir undirbúningsstjórnin um 250.000 kr. styrk til Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess að kosta menningarferð þátttakenda á sumarþingi NSU í Skagafirði sumarið 2014.
Byggðarráð samþykkir að veita 250.000 kr. styrk til undirbúningsnefndarinnar af fjárhagslið 21890.

7.Þjónustusamningur sveitarfélaga

1403378

Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Dalvíkurbyggðar,Fjallabyggðar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar gera með sér samning um þjónustu við fatlað fólk á starfssvæði Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi.
Lagður fram þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks skv. 3.gr. samþykkta fyrir byggðasamlagið Rætur bs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Trúnaðarmál - trúnaðarbók

1404003

Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 11:28.