Byggðarráð Skagafjarðar

624. fundur 15. maí 2013 kl. 09:00 - 11:33 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjori stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Smábátahöfn - flotbryggjur

1212094

Erindinu vísað frá 84. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Svo hljóðandi bókun var gerð á fundinum:
"Samþykkt að leggja til notkun á Seaflex ankerum við öldubrjót og skrúfuankerum í stað steyptra festa. Heildarkostnaðarauki er um 4.270.000.- Vísað til byggðarráðs til samþykktar og afgreiðslu." Undir þessum dagskrárlið sat Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fundinn og kynnti framkvæmdina og framgang hennar.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun 84. fundar umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun 2013, þannig að fjárfestingaliður Hafnarsjóðs Skagafjarðar verði hækkaður um 4.270.000 kr. og fjármagnaður með lántöku.

2.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

1201163

Þjóðlendumál, svæði 8 norður. Lögð fram greinargerð ríkisins um Almenning á Skaga. Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til að kynna málið fyrir ráðsmönnum.

3.Fundur um þjóðlendur 17. maí

1305026

Forsætisráðuneytið boðar til fundar á Sauðárkróki um þjóðlendumál, föstudaginn 17. maí 2013. Einkum er ætlunin að fjalla um stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá ásamt stofnun lóða innan þeirra. Einnig verða kynnt drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna og drög að starfsreglum fyrir samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál

1304390

Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 7.000.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

5.Ráðstefna um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi

1211105

Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi, sem verður haldin á Húsavík 6.-8. júní 2013. Fjallað verður aðallega um jarðskjálftarannsóknir og eftirlit á Tjörnesbrotabeltinu.
Lagt til að formaður almannavarnarnefndar fari fyrir hönd sveitarfélagsins á ráðstefnuna.

6.Skil ársreikninga

1305050

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu, þar sem minnt er á að sveitarstjórnir skulu hafa lokið staðfestingu ársreikninga eigi síðar en 15. maí ár hvert. Einnig að ársreikningi og skýrslu endurskoðenda skuli skilað til ráðuneytisins og Hagstofu Íslands eigi síðar en 20. maí.
Sveitarstjóri upplýsti að Kristján Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG sjái um að skila inn gögnum fyrir sveitarfélagið.

7.Twin town meeting in Espoo, 28-31 May 2013

1301300

Lagður fram til kynningar tölvupóstur varðandi dagskrá vinabæjamóts í Espoo, 28.-31. maí 2013.

8.Samráðsvettvangur um aukna hagsæld

1305124

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir miklum áhyggjum yfir þeim viðhorfum sem fram koma í tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.
Í tillögum ?samráðsvettvangsins? felst bein aðför að búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Tillögurnar vega að löggæslu, heilsugæslu og menntamálum á öllum skólastigum. Tillögurnar eru óskiljanlegar í ljósi þess að í kjölfar efnahagskreppunnar þá var niðurskurðarhnífi hins opinbera einkum beitt utan höfuðborgarinnar.
Hjá "samráðsvettvangnum" kemur fram að mikil áhersla hafi verið lögð á breið sjónarmið innan hans, en augljóst er að sjónarmið landsbyggðarinnar hafa algerlega verið sniðgengin. Sérstaklega eru tillögur gegn fámennum barnaskólum harðneskjulegar og furðulegt að telja að hópur manna í æðstu stigum þjóðfélagsins sammælist um að skerðing á grunnmenntun í dreifbýli geti verið ein forsenda hagvaxtar á Íslandi.
Aðkoma forystumanna stjórnmálaflokka sem og Sambands íslenskra sveitarfélaga að þessari tillögugerð veldur vissulega áhyggjum.

9.Skagfirðingabraut 29 Bláfell- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1305032

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gunnars Björns Gíslasonar fyrir hönd Folda sf., um breytingu á rekstrarleyfi fyrir Bláfell, Skagfirðingabraut 29, 550 Sauðárkróki. Veitingaleyfi, flokkur II (léttvínsleyfi).
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Rekstrarupplýsingar 2013

1305122

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - mars 2013.

Fundi slitið - kl. 11:33.