Byggðarráð Skagafjarðar

579. fundur 19. janúar 2012 kl. 09:00 - 11:13 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um fjárstuðning 2012

1201142

Lögð fram beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2012.

Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við beiðni um stuðning við það.

2.Góðverkadagurinn 2012

1201139

Lagt fram erindi frá Bandalagi íslenskra skáta þar sem það óskar eftir fjárframlagi til verkefnisins Góðverkadagar 2012 sem fer fram dagana 20.-24. febrúar n.k. um land allt.

Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við beiðni um stuðning við það.

3.Þriggja ára áætlun 2013-2015

1201004

Unnið með þriggja ára áætlun 2013-2015.

Byggðarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi drög ásamt áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

4.Gagnaveita Skagafjarðar - hluthafasamkomulag

1201158

Lögð fram drög að hluthafasamkomulagi eigenda Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. um breytingu á hlutafé í félaginu og aðrar breytingar á fjárhagsstöðu félagsins.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og jafnframt er samþykkt að Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess á hluthafafundi sem haldinn verður 1. febrúar n.k.

5.Sóknaráætlanir landshluta

1111186

Erindið áður á 574. fundi byggðarráðs og svohljóðandi bókun gerð: "Lögð fram til kynningar fréttatilkynning nr. 71/2011 frá forsætisráðuneytinu um sóknaráætlanir landshluta - nýsköpum í vinnulagi - tilraunaári að ljúka. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að athuga hvaða skilyrði verkefnin þurftu að uppfylla til úthlutun fjárins, þar sem einungis 11 af 57 verkefnum uppfylltu þau."

Ásta Björg Pámadóttir sveitarstjóri kynnti ráðsmönnum niðurstöðu athugunar sinnar.

Byggðarráð samþykkir að beina því til stjórnar SSNV að óska eftir skriflegum rökstuðningi fyrir afgreiðslu og mati á umsóknum er varða Skagafjörð.

6.Stafrænar landupplýsingar

1112336

Lagt fram til kynningar bréf frá Landmælingum Íslands varðandi innleiðingu á nýjum lögum nr. 44/2011 um "Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar". Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum opinberra stjórnvalda og tryggja gott aðgengi allra að landupplýsingum um Ísland á sem hagkvæmastan hátt.

7.Endurnýjun samnings við Náttúrustofu

1201141

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá umhverfisráðuneytinu til Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi endurnýjun samninga ráðuneytisins og náttúrstofa.

Byggðarráð óskar eftir því að fá afrit af svari og meðfylgjandi gögnum Náttúrustofu Norðurlands vestra til umhverfisráðuneytisins.

Fundi slitið - kl. 11:13.