Byggðarráð Skagafjarðar

407. fundur 23. október 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 407 - 23. október 2007
 
Ár 2007,  þriðjudaginn 23. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Sigríður Björnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
 
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007
 
 
Mál nr. SV070512
 
Lögð fram breytingartillaga á endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2007 m.a. vegna nýrra upplýsinga  Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 12. október 2007 varðandi reglur um ráðstöfun 1.400 millj. kr. aukaframlags.   Í hlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar er áætlað að komi tæpar 102,5 milljónir króna.  Einnig er kynnt áætlun um tekjujöfnunarframlag 2007 að upphæð 39,3 mkr.
 
Til viðbótar við fyrirliggjandi tillögu er áætluð 1 mkr. gjöf til uppbyggingar og styrkingar barna- og unglingastarfs Ungmennafélagsins Tindastóls vegna 100 ára afmælis félagsins í ár. Hækkar málaflokkur 21 um samsvarandi upphæð.
 
Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhagnaður að upphæð 1.000 þús.kr.  Eignir samtals 4.101.723 þús.kr. Skammtímaskuldir 543.152 þús.kr., langtímaskuldir 2.116.866 þús.kr., skuldbindingar 653.807 þús.kr. og eigið fé 787.898 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
 
 
2.
Stóra-Vatnsskarð ferðaþjónusta - umsagnarbeiðni
 
 
Mál nr. SV070514
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. október 2007, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Benedikts Benediktssonar, Stóra-Vatnsskarði, um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka ferðaþjónustu að Stóra-Vatnsskarði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
3.
Málefni Eignasjóðs - Austurgata 7, Hofsósi
Fyrirspurn um kaup. 
 
Mál nr. SV070295
 
Lagt fram erindi dagsett 17. október 2007 frá Brynhildi Bjarkadóttur og Hreini Þorgilssyni, þar sem þau óska eftir að fá fasteignina Austurgötu 7, Hfs. keypta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið frekar.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Bæklingur um stuðning við dönskukennslu
 
 
Mál nr. SV070515
 
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 16. október 2007 varðandi upplýsingabækling um stuðning við dönskukennslu á Íslandi næstu fjögur árin.
 
 
5.
Skólar á grænni grein
 
 
Mál nr. SV070517
 
Lögð fram kynning á verkefninu #GLSkólar á grænni grein#GL, sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir skóla.  Umboðsaðili á Íslandi er Landvernd.
 
 
6.
Skýrsla umboðsmanns Alþingis f. 2006
 
 
Mál nr. SV070518
 
Kynnt skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2006.  Skýrslan liggur frammi á fundinum.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:54
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar