Byggðarráð Skagafjarðar

394. fundur 19. júní 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 19. júní kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson.
 
       Fundarritari var Áskell Heiðar Ásgeirsson.

 

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Lánsumsókn vegna Skagafjarðarveitna ehf.
 
 
Mál nr. SV070335
 
 
Lagt fram lánstilboð að fjárhæð kr. 115.000.000 frá Lánasjóði sveitarfélaga til hitaveituframkvæmda.
Byggðaráð samþykkir hér með að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga í erlendum myntum jafnvirði að fjárhæð 115.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánstilboð sjóðsins dags. 18. júní 2007 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið vegna hitaveituframkvæmda á vegum Skagafjarðarveitna ehf.
 
Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
 
 
 
 
2.
Húsaleigusamningur milli Höfðaborgar og Grunnskólans á Hofsósi
 
 
Mál nr. SV070336
 
 
Lagður fram ótímabundinn húsaleigusamningur á milli Grunnskólans á Hofsósi og Félagsheimilisins Höfðaborgar fyrir starfsemi skólans.  Samningurinn gerir ráð fyrir sex mánaða uppsagnarfresti.
Byggðarráð staðfestir samninginn.
 
 
 
 
3.
Fjarskiptasjóður - háhraðatengingar
 
 
Mál nr. SV070330
 
 
Lagt fram bréf frá Fjarskiptasjóði, dagsett 11. júní 2007, þar sem óskað er eftir samsstarfi við sveitarfélagið um yfirferð upplýsinga búsetugrunns sem notast á við í útboði á háhraðatengingum til íbúa í dreifbýli.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sjá til þess að erindinu verði svarað.
 
 
 
 
4.
Veitingastofan Sigtún - umsókn um vínv.leyfi
 
 
Mál nr. SV070337
 
 
Lögð fram umsókn Samstarfs ehf, kt. 660500-2940 v.Veitingastofunnar Sigtúns, Suðurbraut 6, 565 Hofsósi, um endurnýjun leyfis til vínveitinga. Sótt er um fyrir tímabilið 13. júní 2007 - 13. desember 2007.
Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum vegna umsóknar þessarar.
 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd um umsóknina
 
 
 
 
5.
Veitingahúsið Sólvík - umsókn um vínv.leyfi
 
 
Mál nr. SV070338
 
 
Lögð fram umsókn Samstarfs ehf, kt. 660500-2940 v.Veitingahússins Sólvíkur, Baldurshaga, 565 Hofsósi, um endurnýjun leyfis til vínveitinga. Sótt er um fyrir tímabilið 13. júní 2007 - 13. desember 2007.
Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum vegna umsóknar þessarar.
 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við  umsóknina
 
 
 
 
6.
Skagafjarðarveitur ehf. - aðalfundur 2007
 
 
Mál nr. SV070334
 
 
Lagt fram aðalfundarboð Skagafjarðarveitna ehf.  vegna rekstrarársins 2006.  Fundurinn verður haldinn 6. júlí 2007, kl. 14 að Borgarteigi 15, Skr.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar eða varamenn þeirra sem sjá sér fært að mæta á fundinn fari hlutfallslega með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Brunabót - Aðalfundarboð
 
 
Mál nr. SV070331
 
 
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð vegna fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabólafélag Íslands.  Verður fundurinn haldinn  á Hótel Sögu í Reykjavík, föstudaginn 5. október 2007.
 
 
 
 
8.
Heilbr.eftirlit Nl.v. - Ársreikningur 2006
 
 
Mál nr. SV070332
 
 
Lagður fram til kynningar ársreikningur 2006 fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.
 
 
 
 
9.
Starfsskýrsla Heilbr.Nv 2006
 
 
Mál nr. SV070333
 
 
Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir starfsárið 2006.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:00