Byggðarráð Skagafjarðar

392. fundur 05. júní 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  392 - 5. júní 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 5. júní kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Húsnæðismál - Hús frítímans - Mötuneytismál Árskóla
 
 
Mál nr. SV070301
 
1. Kaup á húsnæði fyrir Hús frítímans.
2. Mötuneytismál Árskóla.
Fyrir fundinum liggur tillaga um lausn í mötuneytismálum Árskóla, 4. - 10. bekk.
Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga þann 23. mars s.l. samþykkti að greiða til hluthafa sinna sérstaka arðgreiðslu sem greidd yrði á næstu fjórum árum. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.  Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að þeim hluta umræddrar arðgreiðslu sem kemur til útborgunar í ár, 17. millj. króna, verði varið til kaupa á húsnæði að Sæmundargötu 7 og 7a (nú verslunin Þórðarhöfði) í þeim tilgangi að skipuleggja þar og byggja upp starfsemi #GLHúss frítímans#GL fyrir eldri borgara og unglinga. Jafnframt er lagt til við sveitarstjórn að komið verði upp mötuneytisaðstöðu í Árskóla við Skagfirðingabraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum þar um.
 
Kostnaður við þessi verkefni greinist þannig:
Kaup á Sæmundargötu 7 og 7a, 17 mkr. Þar af eru yfirtekin lán um 7 mkr.
Kostnaður vegna mötuneytis, 8.5 mkr.
Málsmeðferð, m.a. varðandi umframkostnað, vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins og mætt með viðbótarlántöku ef þörf krefur.
 
Greinargerð:
Félagsstarf eldri borgara og unglinga er mikilvægur þáttur af starfsemi samfélagsins. Um langt skeið hefur starfsemin mátt búa við óviðunandi aðstöðuleysi og er því afar ánægjulegt að geta nú mætt þörfum þessara hópa með kaupum á hentugu húsnæði fyrir starfsemina. Byggðaráð hlakkar til samstarfs við viðkomandi um notkun húsnæðisins og mótun starfseminnar.
Árskóli er einn af fáum skólum á Íslandi af þessari stærð sem ekki hafa mötuneyti. Með þeim ákvörðunum, sem hér er gripið til, er komið til móts við langþráðan draum nemenda, foreldra og starfsmanna um mötuneytisaðstöðu. Er það von byggðaráðs að framkvæmdir gangi hratt og vel þannig að unnt verði að hefja starfsemi mötuneytisins næsta haust.
 
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann styðji framangreinda afgreiðslu.
 
 
2.
Barð í Fljótum - viðótarbókun vegna sölu jarðarinnar s.l. haust
 
 
Mál nr. SV060602
 
Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Barðs í Fljótum.
Á fundi byggðarráðs þann 29. nóv. s.l. var tekin fyrir beiðni  um meðmæli vegna kaupa ábúenda á jörðinni Barð í Fljótum og var þar mælt með því að ábúendur fengju að kaupa jörðina.  Bæta þarf við bókun byggðaráðs vegna jarðhitaréttinda á jörðinni.
Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Barðs í Fljótum.
Á jörðinni Barði í Fljótum hafa ábúendur jarðarinnar Símon Gestsson og Heiðrún Alfreðsdóttir haft jörðina í ábúð frá árinu 1970.  Eiga þau þar  lögheimili og stunda almennan búskap.  Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hafa ábúendur setið vel og mælir byggðarráð með því að þeir fái jörðina keypta að frátöldum jarðhitaréttindum.
 
 
3.
Trúnaðarmál
 
 
Mál nr. SV070298
 
Sjá trúnaðarbók.
 
Lagt fram
 
4.
Norðar ehf - umsókn um leyfi til útleigu
 
 
Mál nr. SV070304
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 4. júní 2007, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Norðar ehf, um leyfi til að leigja út herbergi að Kaupvangstorgi 1, önnur hæð, þar sem Gistiheimilið Kotið var með starfsemi áður.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
Félagsmálaráðuneytið - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV070208
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 29. maí 2007, þar sem fram kemur að  mat nefndarinnar er að nauðsynlegt sé að grípa til markvissra aðgerða svo bæta megi rekstrargrundvöll og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins til framtíðar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 09:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar