Byggðarráð Skagafjarðar

383. fundur 13. mars 2007
Byggðaráð Skagafjarðar
Fundur  383 - 13. mars 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 13. mars kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Ársfundur og stofnfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf
 
 
Mál nr. SV070164
 
Borist hefur fundarboð á ársfund Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2006 þann 23. mars n.k. í tengslum við XXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Ennfremur  er boðað til stofnfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður í beinu framhaldi af ársfundinum.  Er þess óskað að sveitarfélagið tilnefni formlega einn fulltrúa sem fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á stofnfundinum og undirriti stofnsamning félagsins fyrir hönd þess.  Allir þingfulltrúar á landsþingi hafa seturétt á þessum fundum.  Meðfylgjandi fundarboðum er, ásamt dagskrám, drög að stofnsamningi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þar sem lagt er til að nafnverð hlutafjár í félaginu verði samtals 5.000.000.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæðisrétt Sveitarfélagsins Skagafjarðar á stofnfundinum og undirrita stofnsamning Lánasjóðs sveitarfélaga ohf  f.h.sveitarfélagsins.
 
 
2.
Félagsh. Melsgil - umsögn v.gistingar
 
 
Mál nr. SV070162
 
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki óskar eftir umsögn um umsókn Ingibjargar Sigurðardóttur f.h. Félagsheimilisins Melsgils um endurnýjun leyfis til reksturs félagsheimilis og svefnpokagistingar í því.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
3.
Eyrarvegur 14, Kiwanis - umsókn um rekstrarstyrk
 
 
Mál nr. SV070161
 
Kiwanisklúbburinn Drangey sækir um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk, þ.e. 70#PR af fasteignaskatti v.ársins 2007, skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
 
 
4.
Þjónustusamn. Sveitarfél. Skagafj. og Markaðsskrifstofu ferðamála Nl.
 
 
Mál nr. SV070163
 
Lagður fram þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sem tekur yfir tímabilið frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2009.  Samningurinn er uppsegjanlegur árlega.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
 
 
5.
Víkingaland - bygginga- og kostnaðaráætlun.
 
 
Mál nr. SV070129
 
Erindi frá Skúla Þór Bragasyni þar sem hann sækir um u.þ.b. 10 ha. land undir ferðaþjónustusvæði fyrir ofan Sauðárkrók, í Skógarhlíð.  Áður á dagskrá byggðarráðs 27. febrúar sl.  Einnig lagðar fram umsagnir atvinnu- og ferðamálanefndar, umhverfis- og samgöngunefndar, skipulags- og bygginganefndar ásamt bygginga- og kostnaðaráætlun verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við tækni- og umhverfissvið að yfirfara kostnaðaráætlun umsækjanda og meta jafnframt kostnað sem fyrirséð yrði að félli á sveitarfélagið og fyrirtæki þess. Byggðarráð áréttar það sem fram kemur í bókun Skipulags- og byggingarnefndar að umrætt svæði er ekki í Aðalskipulagi skilgreint sem byggingarsvæði heldur almennt útivistar- og skógræktarsvæði.
 
 
6.
Erindi vegna Félagsheimilisins Skagasels
 
 
Mál nr. SV070165
 
Borist hefur erindi frá Menningar- og kynningarnefnd, eftir fund með húsnefnd félagsheimilisins Skagasels. Þar kom fram vilji Kvenfélags Skefilsstaðahrepps til að sjá um málningu utanhúss (efni og vinnu) á félagsheimilinu Skagaseli að því tilskildu að Eignasjóður sæi um viðgerðir á múrhúð.
Byggðarráð tekur jákvætt í að málið verði skoðað og óskar eftir kostnaðarmati tæknideildar á nefndum múrviðgerðum.- Afgreiðslu frestað.
 
7.
Trúnaðarmál
 
 
Mál nr. SV070166
 
- Sjá Trúnaðarbók -
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Viðbygging við verknámshús FNV - drög að samningi
 
 
Mál nr. SV070134
 
Lögð fram til kynningar skjöl í málinu.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10,10.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar
 
Bjarni Egilsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Bjarni Jónsson