Byggðarráð Skagafjarðar

345. fundur 16. maí 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  345 - 16. maí 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 16. maí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram til kynningar
 
1.
Björgunarsv. Skagf.sveit - þakkir
 
 
Mál nr. SV060270
 
Þakkarbréf frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit dagsett í maí, vegna stuðnings sveitarfélagsins við uppbyggingu sveitarinnar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Styrkur til björgunarsveita
 
 
Mál nr. FS060006
 
Útdeiling á rekstrarstyrkjum til björgunarsveita í Skagafirði, samtals að upphæð kr. 1.500.000 skv. fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkir að deila styrknum út á sama hátt og undanfarin ár, þannig að í hlut Skagfirðingarsveitar á Sauðárkróki komi kr. 600.000, Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð fá kr. 450.000 hvor sveit.
 
Lagt fram til kynningar
 
3.
Frumvarp til laga v.Flugmálastjórnar Íslands
 
 
Mál nr. SV060271
 
Bréf dagsett 11. maí 2006, frá nefndasviði Alþingis um athugasemdir við frumvarp  samgöngunefndar Alþingis um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar.
Bréf dagsett 11. maí 2006 frá nefndasviði Alþingis um athugasemdir við frumvarp samgöngunefndar Alþingis um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar.
 
Lagt fram
 
4.
Ofsaakstur við Ábæ
 
 
Mál nr. SV060272
 
Bréf dagsett 5. maí 2006, frá stöðvarstjóra Ábæjar f.h. Olíufélagsins hf varðandi ofsaakstur við starfsstöðina.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
 
Erindi til afgreiðslu
 
5.
Kennararáð Varmahlíðarskóla - styrkumsókn
 
 
Mál nr. SV060273
 
Styrkumsókn frá kennararáði Varmahlíðarskóla vegna námsferðar til Minneapolis 30. maí nk.
Byggðarráð hafnar erindinu en bendir jafnframt á að þessi upphæð rúmist á endurmenntunarlið skólans á fjárhagsáætlun árins.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Samþykktir 68. Íþróttaþings ÍSÍ
 
 
Mál nr. SV060274
 
Samþykktir 68. íþróttaþings ÍSÍ er snerta sveitarfélög.
 
 
 
7.
Öryrkjabandalag Ísl. - niðurstaða hópavinnu
 
 
Mál nr. SV060275
 
Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem vakin er athygli á niðurstöðu vinnuhóps og tillögur að bættum lífsgæðum skjólstæðinga þess.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:20
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar