Byggðarráð Skagafjarðar

314. fundur 02. september 2005
 
Fundur  314
2. september 2005
 
Ár 2005, föstudaginn 2. september kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Helgi Þór Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Samningur um sálfræðiþjónustu
 
 
Mál nr. SV050159
 
 
Lagður fram endurnýjaður samningur við Ingvar Guðnason, sálfræðing um sálfræðiþjónustu fyrir fjölskyldu- og þjónustusvið sveitarfélagsins.  Samningurinn gildir til 31. ágúst 2006.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
 
 
 
2.
Heimild til pöntunar/kaup á tankbifreið fyrir Brunavarnir.
 
 
Mál nr. SV050161
 
 
Erindi frá slökkviliðsstjóra dagsett 18. ágúst 2005, um heimild til kaupa á tankbifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.  Lagt fram tilboð frá Ólafi Gíslasyni hf.
Byggðarráð samþykkir að heimila kaup á tankbifreið í samræmi við þriggja ára áætlun 2006-2008.  Eignfærsla verði árið 2006.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
 
 
 
 
3.
Kaup á notaðri körfubifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.
 
 
Mál nr. SV050160
 
 
Greinargerð frá slökkviliðsstjóra dagsett 18. ágúst 2005 vegna fyrirhugaðra kaupa á notuðum körfubíl fyrir Brunavarnir Skagafjarðar. 
Byggðarráð samþykkir að bifreiðin verði keypt og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.
 
 
 
 
4.
Skarðsá beiðni um leigutöku
 
 
Mál nr. SV050089
 
 
Drög að samningi um leigu á jarðnæði í landi Skarðsár til 20 ára við Sigfús Snorrason og Ingva Þór Sigfússon.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum.  Gunnar Bragi Sveinsson greiðir atkvæði á móti samningnum og óskar bókað:
 #GLUndirritaður mótmælir harðlega ákvörðun meirihlutans um að leigja land sveitarfélagsins án þess að auglýsa það.  Vitað er að einhverjir hafa óskað eftir viðræðum um kaup á landinu og ætla má að fleiri vilji leigja það.  Leigufjárhæðin er sýndarmennska og ekki stafur um hverskonar uppbygging, ef einhver, á að fara þarna fram.  Þá er það gott dæmi um stjórnsýslu meirihlutans að þeir samþykki að formaður Skarðsárnefndar og frambjóðandi VG mæli með því að bróðir hans og systursonur fái landið á leigu.  Vanhæfið í málinu er augljóst.#GL
 
Gísli Gunnarsson óskar bókað: #GLUndirritaður vekur athygli á því að Skarðsárnefnd og landbúnaðarnefnd hafa  mælt með því að landið verði leigt þessum aðilum.  Aðdróttanir Gunnars Braga eru afar smekklausar#GL.
 
Ársæll Guðmundsson óskar bókað: #GLUndirritaður lýsir yfir vanþóknun sinni á fjarstæðukenndri samsæriskenningu Gunnars Braga í garð meirihlutans.  Málflutningur hans dæmir sig sjálfur.#GL
 
 
 
 
5.
Brautargengi 2005, stuðningur sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV050165
 
 
Bréf frá Impru nýsköpunarstöð, dagsett 25. ágúst 2005, þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Brautargengi 2005, sem haldið er fyrir konur á landsbyggðinni.  Verkefnið verður m.a. haldið á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra skoða málið.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Ásgarðsland
 
 
Mál nr. SV050108
 
 
Erindi frá Sigurði Sveini Ingólfssyni, dagsett 17. ágúst 2005 um að fá beitiland fyrir hross í landi Ásgarðs.
 
 
 
 
7.
Málþing sveitarfélaga um velferðarmál 29.09.05
 
 
Mál nr. SV050164
 
 
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. ágúst 2005 um málþing sveitarfélaga um velferðarmál sem haldið verður þann 29. september nk. í Salnum, Kópavogi.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:17
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
 
Helgi Þór Thorarensen
Ársæll Guðmundsson
Gísli Gunnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson