Byggðarráð Skagafjarðar

286. fundur 23. nóvember 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 286 – 23.11. 2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 23. nóv. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1400.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Formaður landbúnaðarnefndar kemur til fundar vegna refa- og minkamála
                  2.            Erindi frá Skógræktarfélagi Skagafjaðar
                  3.            Skagafjarðarveitur ehf. - vatnsveita
                  4.            Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
                  5.            Kjarasamningur LN og KÍ
                  6.            Rekstur aðalsjóðs fyrstu 10 mánuði ársins 2004
                  7.            Eignasjóður
a)      Drög að fjárhagsáætlun eignasjóðs
                  8.            Bréf og kynntar fundargerðir:

Afgreiðslur:

1.      Árni Egilsson formaður landbúnaðarnefndar kom á fund byggðarráðs til viðræðu um fyrirkomulag refa- og minkaeyðingar.
 
2.      Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar, dagsett 14. nóvember 2004 þar sem óskað er eftir fundi til að ræða vilja félagsins til að fá aukið landrými til skógræktar á Steinsstöðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa félagsins.

 
3.      Páll Pálsson veitustjóri Skagafjaðarveitna ehf. og Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi KPMG komu á fundinn til að kynna feril sem þarf að fara í til þess að ljúka yfirtöku Skagafjarðarveitna ehf. á Vatnsveitu Sauðárkróks.
Páll vék af fundi.
 
4.      Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 16. nóvember 2004, þar sem fram kemur að nefndin telur skýringar á fráviki útgjalda í ársreikningi 2003 frá fjárhagsáætlun fullnægjandi.  Í bréfinu er einnig óskað eftir upplýsingum um þróun í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2004 í samanburði við fjárhagsáætlun, svo og hvernig sveitarstjórn ætlar að bregðast við halla á rekstri sveitarsjóðs.
Kristján vék af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
5.      Lögð fram til kynningar gögn varðandi kjarasamning LN og KÍ.
 
6.      Lagðar fram til kynningar rekstrartölur fyrir aðalsjóð fyrstu 10 mánuði ársins.
 
7.      Eignasjóður.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri kom á fundinn.
a)      Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2005.
Elsa vék af fundi.
 
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
Ekkert liggur fyrir þessum dagskrárlið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1610.