Byggðarráð Skagafjarðar

283. fundur 04. nóvember 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 283 – 04.11. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 4. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á Steinsstöðum kl. 1315.
 
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Skagafjarðarlistans og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Fjárhagsáætlun 2004 - rammar
                  2.            Umsögn um umsókn Viktors Guðmundssonar fh. Guðmundssona ehf. um leyfi til að reka dansstað að Aðalgötu 7, Sauðárkróki.
                  3.            Eignasjóður
a)      Erindi frá Húsnefnd Bifrastar
b)      Leigusamningur við Skýrr
c)      Framkvæmdir við Steinsstaðaskóla
                  4.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs 27. október 2004
b)      Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga v/Fornleifarannsókna í Skagafirði
c)      Álagning árgjalda ANVEST fyrir árið 2004
d)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                         i.      Aðilaskipti á jörðinni Hóli í Tungusveit í Skagafirði, landnr. 146175
                                                       ii.      Aðilaskipti á jörðinni Teigakot í Skagafirði, landnr. 146239
                  
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Fjármálastjóri kynnti tillögu að fjárhagsramma 2005 fyrir aðalsjóð sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrömmunum til viðkomandi nefnda til umfjöllunar.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. október 2004, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Guðmundssona ehf. um leyfi til að reka dansstað að Aðalgötu 7, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
    3.    Eignasjóður.
a)      Lagt fram bréf frá húsnefnd Félagsheimilisins Bifrastar, dagsett 2. nóvember 2004, þar sem óskað er eftir að eignasjóður greiði reikninga vegna viðhalds að upphæð kr. 44.819.
Byggðarráð samþykkir að eignasjóður greiði þennan kostnað.
 
b)      Lagður fram til kynningar leigusamningur við Skýrr um húsnæði á Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
 
c)      Lögð fram kostnaðaráætlun leigutaka á fyrirhuguðum framkvæmdum úti og inni í Steinsstaðaskóla að upphæð kr. 13.500.000.  Jóhanna Sigurðardóttir og Friðrik Rúnar Friðriksson komu á fundinn og skýrðu frá væntanlegum framkvæmdum.  Var húsið einnig skoðað í fylgd þeirra.
Byggðarráð samþykkir kostnaðaráætlunina og vísar kostnaði sveitarfélagsins að upphæð kr. 3.500.000 vegna utanhússviðgerða til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. Gert verði um þetta sérstakt samkomulag á milli aðila.
 
    4.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs 27. október 2004.
b)      Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga v/fornleifarannsókna í Skagafirði, dagsett 27. október 2004.
c)      Bréf frá ANVEST dagsett 28. október 2004 varðandi álagningu árgjalda sveitarfélaganna fyrir árið 2004.  Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir kr. 4.520.758 af 9.613.710 kr. framlagi sveitarfélaganna.
d)      Tilkynningar skv. 10.gr. jarðalaga nr. 81/2004.
                                                   i.      Aðilaskipti á jörðinni Hóli í Tungusveit í Skagafirði, landnr. 146175
                                                 ii.      Aðilaskipti á jörðinni Teigakot í Skagafirði, landnr. 146239
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1455.
ì