Byggðarráð Skagafjarðar

276. fundur 07. september 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 276 – 07.09. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 7. september kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Umsókn um endurnýjun vínveitingaleyfis fyrir Hótel Tindastól
                  2.            Bréf frá íbúasamtökunum í Varmahlíð
                  3.            Element ehf og vanefndir á samningi
                  4.            Styrkumsókn frá Svavari Sigurðssyni
                  5.            Málefni Eignasjóðs
a)      Tilboð í Grenihlíð 7
                  6.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Farskólanum vegna Viku símenntunar
b)      Bréf frá Farskólanum varðandi ársreikning
c)      Fundargerðir stjórnar SSNV 27. ágúst og 1. sept. 2004
d)      Verkfallsboðun grunnskólakennara
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lögð fram umsókn Lazar’s ehf. um endurnýjun vínveitingaleyfis fyrir Hótel Tindastól til tveggja ára.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum vegna umsóknarinnar.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfi frá 1. september 2004 – 1. september 2006.
 
    2.    Lagt fram bréf ritað af Kolbeini Konráðssyni fyrir hönd Íbúasamtakanna í Varmahlíð, dagsett 25. ágúst 2004 varðandi framkvæmdir í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
    3.    Sveitarstjóri fór yfir og kynnti vanefndir Elements ehf á samningi við sveitarfélagið um nýtt upplýsingakerfi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn Elements ehf. á fund byggðarráðs.
 
Bókun:
“Þegar sveitarfélagið ákvað að ganga til samninga við Element ehf. um nýtt bókhaldskerfi var ein helsta forsendan sú að hjálpa fyrirtæki í heimabyggð að hasla sér völl á nýju sviði.  Samningurinn við Element ehf. gerði Element ehf. kleyft að fara á nýjan markað sem er hönnun og þjónusta við sveitarfélög.  Sveitarfélagið var því að styðja við frumkvöðlastarf í héraðinu.  Ætla má að þessi samningur hafi aukið verðgildi fyrirtækisins og gefið því ný sóknarfæri.  Skömmu eftir að þessi tímamótasamningur var gerður seldi hinsvegar Kaupfélag Skagfirðinga fyrirtækið Element ehf. úr héraði.  Sú sala var áfall fyrir atvinnulíf í Skagafirði.  Þær vanefndir sem síðan hafa orðið af hálfu Element ehf. á samningi við sveitarfélagið eru vonbrigði og óásættanlegar.
 
Bjarni Jónsson”
 
    4.    Lagt fram ódagsett bréf frá Svavari Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir styrk til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
    5.    Málefni eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom á fundinn.
a)      Lagt fram tilboð í fasteignina Grenihlíð 7, Sauðárkróki að upphæð kr. 11.300.000 frá Írisi Baldvinsdóttur og Sveini Sigurbjörnssyni.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
Elsa vék af fundi.
 
    6.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf dagsett 30. ágúst 2004 frá Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um símenntunardag í fyrirtækjum 16. september 2004.
b)      Lagt fram bréf frá Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, dagsett 27. ágúst 2004 þar sem kynntar eru breytingar á skipulagsskrá skólans.
c)      Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda SSNV 27. ágúst og 1. september 2004.
d)      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 3. september 2004 þar sem tilkynnt er um verkfallsboðun grunnskólakennara.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1425.