Byggðarráð Skagafjarðar

269. fundur 29. júní 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 269 – 29.06. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 29. júní kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Málefni Félagsheimilisins Bifrastar – Sigurpáll og Kristín koma til fundar
                  2.            Ársfundur Byggðastofnunar
                  3.            Erindi frá Landbúnaðarnefnd – viðbótarfjárveiting til girðinga
                  4.            Erindi frá Steinunni Lárusdóttur, Lindargötu 17, Sauðárkróki
                  5.            Málefni Hestamiðstöðvar Íslands
                  6.            Forkaupsréttur að eignarhlut í Efra-Haganesi II í Fljótum
                  7.            Umsögn um um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Lýtingsstöðum, Skagafirði
                  8.            Umsögn um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu að Lónkoti, Skagafirði
                  9.            Fundarboð – Vorfundur Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar
              10.            Umsókn um vínveitingaleyfi fyri skemmtistaðinn Bar-inn að Aðalgötu 7, Sauðárkróki
              11.            Eignasjóður:
a)      Ægisstígur 7, Sauðárkróki
              12.            Fundargerðir nefnda:
a)      Félags- og tómstundanefnd, 22.06. 2004
              13.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Bréf frá framkvæmdastjóra Element
b)      Fundargerð bæjar- og borgarstjórafundar í Köge
c)      Bréf frá Siglingastofnun varðandi úthlutun styrkja til hafnarframkvæmda
d)      Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi sölu fasteigna
e)      Styrktarsjóður EBÍ 2004
f)        Löggæslukostnaður á Landsmótum UMFÍ
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Á fundinn komu Sigurpáll Aðalsteinsson og Kristín Magnúsdóttir til viðræðu um Félagsheimilið Bifröst.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að auglýsa Félagsheimilið Bifröst til sölu með ákveðnum skilyrðum.
 
    2.    Lögð fram til kynningar tilkynning um ársfund Byggðastofnunar, föstudaginn 2. júlí 2004 á Sauðárkróki.
 
    3.    Erindi frá formanni landbúnaðarnefndar, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu til girðinga.  Um er að ræða uppsetningu á nýrri girðingu við Hofsós á milli Hofs- og Grafarár, vestan Siglufjarðarvegar.  Kostnaður áætlaður 7-800 þúsund krónur.  Einnig 160 þúsund króna fjárframlag til Upprekstrarfélags Hofsafréttar vegna girðingar í landi Skatastaða.
Byggðarráð samþykkir þessar fjárveitingar og fjármagn verði tekið af málaflokki 27 – óvænt útgjöld sveitarsjóðs.
 
    4.    Lagt fram erindi frá Steinunni Lárusdóttur, þar sem hún óskar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við drenlögn að Lindargötu 17, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
 
    5.    Málefni Hestamiðstöðvar Íslands rædd.  Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Byggðarráð samþykkir að fela fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Hestamiðstöðvar Íslands að kanna vilja ráðuneyta um áframhaldandi fjárveitingar til HÍ.
Greinargerð:
Senn líður að  því að sá samningur sem Sveitarfélagið Skagafjörður gerði við fjögur ráðuneyti renni út.  Þessi ráðuneyti voru: Landbúnaðar-, samgöngu-, menntamála- og forsætisráðuneyti.  Starfsemi HÍ hefur gengið vel á margan hátt og árangur af starfinu sést víða.  Engu að síður er ljóst að áframhaldandi starfsemi mun taka breytingum og sveitarfélagið hefur ekki tök á því að koma að starfinu með sama hætti og verið hefur.  Kanna þarf því vilja ráðuneyta varðandi áframhaldandi starfsemi HÍ.
Gísli Gunnarsson, formaður
Byggðarráð samþykkir tillöguna og óskar eftir því að fá fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn HÍ á fund til viðræðu um  starfsemina.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Sigurberg Guðjónssyni hdl, dagsett 22. júní 2004, varðandi forkaupsrétt að eignarhlut í Efra-Haganesi II, Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sveins Guðmundssonar um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Lýtingsstöðum, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
    8.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóns T. Snæbjörnssonar um leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu að Lónkoti, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
    9.    Lagt fram til kynningar fundarboð um vorfund Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar, þann 29. júní 2004.  Einnig fylgir með fundargerð stjórnar frá 6. apríl 2004 þar sem tillögur stjórnar varðandi breytingar í skipulagsskrá koma fram.
 
10.    Lagt fram erindi dagsett 25. júní 2004, þar sem Viktor Guðmundsson sækir um vínveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Bar-inn, Aðalgötu 7, Skr, tímabilið 1. júní – 1. desember 2004.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
 
11.    Eignasjóður.
a)      Lögð fram drög að kaupsamningi um fasteignina Ægisstíg 7, Sauðárkróki af Einari Erni Einarssyni og Sigríði Stefánsdóttur.  Kaupverð kr. 13.100.000.  Kaupin eru til að leysa húsnæðisvanda leikskólanna og verða fjármögnuð með lántöku.
Byggðarráð samþykkir ofangreint kaupverð fyrir fasteignina með þeim breytingum sem byggðarráð hefur gert á samningnum og með þeim fyrirvara að skipulags- og bygginganefnd heimili breytta nýtingu á húsnæðinu.
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:
Undirritaður samþykkir kaupin þar sem verið er að leysa brýnan vanda, en áréttar að fundin verði framtíðarlausn.
 
12.    Fundagerðir nefnda:
a)      Lögð fram fundargerð félags- og tómstundanefndar frá 22. júní 2004.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
13.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá framkvæmdastjóra Element ehf, dagsett 15. júní 2004.
b)      Fundargerð bæjar- og borgarstjórafundar í Köge, 26. maí 2004.
c)      Bréf frá Siglingastofnun, dagsett 4. júní 2004, varðandi styrk til hafnarframkvæmda á Hofsósi og í Haganesvík að upphæð allt að kr. 1.140.000.
d)      Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 15. júní 2004, varðandi sölu á fasteignum sem nauðsynlegar eru til að sveitarfélag geti rækt lögskyld verkefni sín.
e)      Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett 24. júní 2004, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2004.
f)        Afrit af bréfi til dómsmálaráðherra varðandi löggæslukostnað vegna Landsmóta UMFÍ á Sauðárkróki, dagsett 18. júní 2004.
Bókun:
Byggðarráð mótmælir þeim mismun að krefja  landsmótshaldara um greiðslu fyrir löggæslukostnað í tengslum við Landsmót UMFÍ og unglingalandsmót gagnvart smærri sveitarfélögum og ungmennasamböndum á landsbyggðinni, samanborið við íþróttafélög og stærri sveitarfélög sem þurfa ekki að bera slíkan kostnað vegna viðburða á þeirra vegum. Byggðarráð telur að gera þurfi skýran greinarmun á Landsmóti UMFÍ og unglingalandsmóti sem er þáttur í forvarnarstarfi og t.d. þeim útihátíðum sem víða eru haldnar um verslunarmannahelgi.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1450