Byggðarráð Skagafjarðar

267. fundur 01. júní 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 267 – 01.06. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 1. júní kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1600.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Formaður fræðslu- og menningarnefndar kemur til fundar
a)      Gjaldskrárhækkun
b)      Biðlistar leikskóla
                  2.            Fundarboð á ársfund Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
                  3.            Útleiga á Steinsstaðaskóla
                  4.            Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf.
                  5.            Eignasjóður
a)      Laugatún 4
b)      Element hf. – uppsögn á húsaleigusamningi
                  6.            Bréf og kynntar fundargerðir.
a)      Bréf frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra varðandi styrki til sérstakra verkefna
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Formaður fræðslu- og menningarnefndar, Gísli Árnason kom á fundinn til viðræðu um:
a)      Gjaldskrárhækkun.
Byggðarráð samþykkir 3,2#PR gjaldskrárhækkun sem samþykkt var í fræðslu- og menningarnefnd 21. maí sl.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
b)      Biðlistar leikskóla.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna möguleg úrræði með húsnæði vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar barna á leikskólaaldri í haust.
 
    2.    Lagt fram fundarboð á ársfund Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þann 24. júní 2004.
 
    3.    Rætt um útleigu á Steinsstaðaskóla.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við tilboðsgjafa og gefa þeim frest til að ganga frá samningi ellegar verði viðræðum slitið.
 
    4.    Lagt fram til kynningar bréf frá Íslenskum fasteignum ehf., dagsett 6. maí 2004.
 
    5.    Eignasjóður:
a)      Lagt fram tilboð í fasteignina Laugatún 4 frá Jóni S. Helgasyni og Önnu S. Pétursdóttur.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera bjóðendum gagntilboð.
 
b)      Lagt fram bréf frá Element hf., dagsett 31. maí 2004, þar sem félagið segir upp húsaleigusamningi um Faxatorg 1.
 
    6.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun, dagsett 21. maí 2004 varðandi styrki sem samþykktir voru til sérstakra verkefna á vegum Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra hér í sveitarfélaginu; Átak við uppbyggingu og snyrtingu íþróttasvæða á Flæðum og tjaldstæðum á Nöfum og átak í umhverfismálum á landsmótsári.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1720