Byggðarráð Skagafjarðar

258. fundur 16. mars 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 258 – 16.03. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 16. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 2004 kemur til fundar
                  2.            Erindi frá fjármálastjóra
                  3.            Málefni Sjávarleðurs hf.
                  4.            Málefni Eignasjóðs
a)         Tilboð í Jöklatún 24
b)         Umsóknir um Steinsstaði
                  5.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Ársuppgjör Húsfélags Skagfirðingabrautar 17-21, Sauðárkróki
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 2004 kom til fundar til viðræðu um landsmótið.  Lagt fram bréf dagsett 14. mars 2004 þar sem óskað eftir að sveitarfélagið bjóði til kaffisamsætis föstudagskvöldið 9. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að bjóða til kaffisamsætis eftir setningu Landsmóts UMFÍ 2004.
 
    2.    Lagt fram erindi frá fjármálastjóra varðandi afskriftir og niðurfellingar á kröfum.
Byggðarráð samþykkir erindið.
 
    3.    Málefni Sjávarleðurs hf. 
Lagður fram ráðningar- og kaupréttarsamningur við framkvæmdastjóra.
Byggðarráð samþykkir framlagða samninga fyrir sitt leyti.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
 
    4.    Málefni Eignasjóðs. 
Á fundinn kom Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
a)      Umsóknir um Steinsstaði.  Viðræður við umsækjendur.
                                                   i.      Á fundinn komu Friðrik Rúnar Friðriksson og Jóhanna Sigurðardóttir til viðræðu. Viku þau svo af fundi.
                                                 ii.      Á fundinn komu Sigurður Friðriksson og Sveinn Guðmundsson til viðræðu. Viku þeir svo af fundi.
Byggðaráð samþykkir að ganga til viðræðna við Sigurð Friðriksson, Klöru S. Jónsdóttur, Svein Guðmundsson og Evelyn Kuhne um leigu á mannvirkjum á Steinsstöðum.
 
Áskell Heiðar vék af fundi.
 
b)      Lagt fram tilboð í fasteignina Jöklatún 24 að upphæð kr. 7.700.000 frá Hólmfríði Guðmundsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að selja fasteignina á framangreindu verði.
 
    5.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram ársuppgjör Húsfélags Skagfirðingabrautar 17-21, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að rekstur húsfélagsins verði tekinn til endurskoðunar.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1535