Byggðarráð Skagafjarðar

257. fundur 09. mars 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 257 – 09.03. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 9. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Erindi frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit
                  2.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd
                  3.            Bréf frá Veiðimálastofnun
                  4.            Forkaupsréttur að Litlu-Brekku
                  5.            Erindi frá Fjölís vegna ljósritunar
                  6.            Erindi frá Guðríði Magnúsdóttur, Viðvík
                  7.            Vinabæjarmót í Köge, Danmörku
                  8.            Umboð til Launanefndar sveitarfélaga
                  9.            Málefni Eignasjóðs
a)         Tilboð í Jöklatún 24
              10.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Bréf frá ÍSOR um ársfund 2004
b)       Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um könnun á þróun og nýmælum í stjórnun íslenskra sveitarfélaga
c)        Umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
d)       Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi jöfnunarframlög
e)        Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga – Grunnskólaþing sveitarfélaga
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, dagsett 5. mars 2004, varðandi fyrirhuguð snjóbílakaup björgunarsveitarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
    2.    Lagt fram erindi frá fundi félags- og tómstundanefndar frá 8. mars 2004 um rekstur íþróttamannvirkja á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að nefndin haldi áfram þessari vinnu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
 
    3.    Lagt fram bréf frá Veiðimálastofnun, dagsett 27. febrúar 2004, varðandi húsnæðismál starfsstöðvar Veiðimálastofnunar í Skagafirði.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur atvinnu- og ferðamálanefnd að skoða málið.
 
    4.    Lagt fram bréf frá RE/MAX Vesturlandi, dagsett 29. febrúar 2004, varðandi sölu á einkahlutafélaginu Litlu-Brekku ehf.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
 
    5.    Lagt fram til kynningar bréf frá FJÖLÍS, dagsett 25. febrúar 2004 um samning um fjölföldun verndaðra verka.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Guðríði Magnúsdóttur, dagsett 1. mars 2004, þar sem hún óskar eftir að fá það land sveitarfélagsins í Ásgarði til leigu, sem ekki er þegar leigt til Kolkuóss ses.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
 
    7.    Vinabæjarmót í Köge, Danmörku í maí nk.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir tilkynningum á þátttöku á næsta sveitarstjórnarfundi.
 
    8.    Umboð til Launanefndar sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að veita Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög: Félag íslenskra fræða, Verkfræðingafélag Íslands og Samiðn.
 
    9.    Málefni Eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir kom inn á fundinn.
a)      Lagt fram tilboð í fasteignina Jöklatún 24 að upphæð kr. 7.400.000.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera gagntilboð til tilboðsgjafa.
 
Elsa vék af fundi.
 
10.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram ódagsett bréf frá ÍSOR um ársfund Íslenskra orkurannsókna 2004 á Akureyri þann 26. mars 2004.
b)      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2004, um könnun á þróun og nýmælum í stjórnun íslenskra sveitarfélaga.
c)      Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 1. mars 2004 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 576. mál, heildarlög.
d)      Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 3. mars 2004, þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti að jöfnunarframlög til reksturs skóla skerðist ekki næstu fimm árin þrátt fyrir endurskipulagninu á skólahaldi.
e)      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 5. mars 2004 varðandi grunnskólaþing sveitarfélaga í Reykjavík 26. mars 2004.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1415