Byggðarráð Skagafjarðar

255. fundur 24. febrúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 255 – 24.02. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 24. feb., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Fjárhagsáætlun 2005-2007
                  2.            Rekstur sveitarfélagsins
                  3.            Niðurfelling gjalda
                  4.            Kynningarefni vegna Landsmóts UMFÍ 2004
                  5.            Erindi frá Lionsklúbbum Skagafjarðar
                  6.            Erindi frá framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004
                  7.            Erindi frá framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004 - starfsmannamál
                  8.            Erindi frá Kristbjörgu Ingvarsdóttur (áður á dagskrá 22.01. 2004)
                  9.            Ráðningarsamningur og starfslýsing slökkviliðsstjóra
              10.            Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi – vegna tilkynningar
              11.            Bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla – vegna tilkynningar
              12.            Bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla – ósk um útskýringu
              13.            Málefni Eignasjóðs
a)         Bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla
b)         Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi
c)         Bréf frá skólastjóra Árskóla
d)         Bréf frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur
e)         Tilboð í Laugatún 1
f)           Bréf frá Elínu H. Blöndal Sigurjónsdóttur og Magnúsi Bjarnasyni
              14.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 5. febrúar 2004 um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2004
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Fjárhagsáætlun fyrir árin 2005-2007 fyrir sveitarfélagið og stofnanir lögð fram.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til sveitarstjórnar til síðari umræðu.
 
    2.    Sveitarstjóri kynnti og lagði fram drög að verkefnaáætlun vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins samkvæmt bókun byggðarráðs frá 4. febrúar 2004 og sveitarstjórnar frá 11. desember 2003.
Byggðarráð samþykkir að efna til fundar með sviðstjórum, forstöðumönnum rekstrareininga og nefndum um verkefnið sem fyrst.
 
    3.    Lagt fram bréf frá eigendum fasteignarinnar Aðalgötu 12, Sauðárkróki, þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
    4.    Lagt fram minnisblað frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs varðandi kynningarblað vegna Landsmótssumars í Skagafirði 2004.
Byggðarráð samþykkir að setja í verkefnið kr. 500.000 sem tekið verði af málaflokki 21-kynningarmál.
 
    5.    Lagt fram bréf frá Lionsklúbbum Skagafjarðar, dagsett 20. febrúar 2004, vegna Landsþings Lions 2004 á Sauðárkróki 28.-29. maí 2004.  Þar er farið þess á leit að sveitarfélagið taki þátt í umgjörð þingsins að hluta.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmann undirbúningsnefndar.
 
    6.    Lagður fram tölvupóstur frá Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004, varðandi veisluhöld í tengslum við landsmótið.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að Ómar Bragi Stefánsson komi á fund byggðarráðs til viðræðu.
 
    7.    Lagt fram ódagsett bréf frá Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ vegna starfsmannamála.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
    8.    Lögð fram sýnishorn frá Kristbjörgu Ingvarsdóttur vegna minjagripagerðar.  Áður á dagskrá 22. janúar 2004.
Byggðarráð samþykkir að heimila Kristbjörgu að nota merki Sveitarfélagsins Skagafjarðar samkvæmt framlögðum sýnishornum.
 
    9.    Lagður fram ráðningarsamningur og starfslýsing slökkviliðsstjóra; Óskars S. Óskarssonar.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
10.    Lagt fram bréf frá Birni Björnssyni skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi, dagsett 8. febrúar 2004 varðandi bréf sveitarstjóra um samkomulag er fellur úr gildi 31. mars 2004.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni byggðarráðs að svara bréfinu.
 
11.    Lagt fram bréf frá Páli Dagbjartssyni skólastjóra Varmahlíðarskóla, dagsett 10. febrúar 2004 varðandi bréf sveitarstjóra um samkomulag er fellur úr gildi 31. mars 2004.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni byggðarráðs að svara bréfinu.
 
12.    Lagt fram bréf frá Páli Dagbjartssyni skólastjóra Varmahlíðarskóla, dagsett 12. febrúar 2004, þar sem óskað er skýringa á bókun byggðarráðs frá 21. janúar 2004 vegna íbúða er tengjast Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
13.    Málefni Eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir kom inn á fundinn.
a)      Lagt fram bréf frá Páli Dagbjartssyni skólastjóra Varmahlíðarskóla, dagsett 6. febrúar 2004, varðandi leigusamning um skóla- og íþróttamannvirki í Varmahlíð.
Stjórn eignasjóðs og sviðstjóri kanna málið nánar.
 
b)      Lagt fram bréf frá Birni Björnssyni skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi, dagsett 8. febrúar 2004, varðandi leigusamning um skólamannvirki á Hofsósi.
Stjórn eignasjóðs og sviðstjóri kanna málið nánar.
 
c)      Lagt fram bréf frá Óskari Björnssyni skólastjóra Árskóla, dagsett 14. febrúar 2004, varðandi leigusamning um skólamannvirki Árskóla.
Stjórn eignasjóðs og sviðstjóri kanna málið nánar.
 
d)      Lagt fram bréf frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur, dagsett 17. febrúar 2004 þar sem þau óska eftir að hafa afnot af Sólgarðaskóla frá 1. júní til 15. ágúst 2004 vegna ferðaþjónustu líkt og undanfarin ár.
      Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera samning við bréfritara.
 
e)  Borist hefur tilboð í eignina Laugatún 1, Sauðárkróki að upphæð kr. 8.200.000 frá Ragnheiði Símonardóttur.
Byggðarráð samþykkir tilboðið.
 
f)   Lagt fram bréf frá Elínu H. Blöndal Sigurjónsdóttur og Magnúsi Bjarnasyni, dagsett 20. febrúar 2004 varðandi ferðaþjónustu á Steinsstöðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
Elsa Jónsdóttir vék af fundi.
 
14.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 5. febrúar 2004, varðandi úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið  2004.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1533