Byggðarráð Skagafjarðar

252. fundur 04. febrúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 252 – 04.02. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, miðvikudaginn 4. feb., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
  1. Umsókn um leyfi til að reka gistiskála og veitingastofu í Félagsheimili Rípurhrepps
  2. Umsókn um leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu í húsnæði Löngumýrarskóla, Skagafirði
  3. Heimasíða sveitarfélagsins
  4. Sala á jörðinni Brenniborg - forkaupsréttur
  5. Veiðifélag Miklavatns – fundarboð
  6. Rekstur sveitarfélagsins
  7. Málefni Eignasjóðs
a)      Lambanesreykir – útleiga á húsnæði
b)      Gamla skólahúsið að Sólgörðum
c)      Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni
  1. Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Bréf frá UST vegna refa- og minkaveiða
b)      Bréf frá Fulltingi ehf
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 21. janúar 2004, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Félagsheimilis Rípurhrepps um leyfi til að reka gistiskála og veitingastofu í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 29. janúar 2004, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Löngumýrarskóla um leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu í húsnæði sínu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
    3.    Lagðar fram hugmyndir að samningi við Hina sömu sf. vegna fréttaskrifa fyrir nýja heimasíðu sveitarfélagsins.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs að ganga til samninga við Hina sömu sf.
 
Áskell Heiðar vék af fundi.
 
    4.    Lagður fram ódagsettur kaupsamningur um jörðina Brenniborg, Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
    5.    Lagt fram fundarboð félagsfundar í Veiðifélagi Miklavatns og Fljótaár sem haldinn verður 8. febrúar nk. í Ketilási.
Byggðarráð samþykkir að Árni Egilsson formaður landbúnaðarnefndar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagins á fundinum.
 
    6.    Rætt um rekstur sveitarfélagsins í nútíð og framtíð og væntanlega úttekt í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að undirbúa verkefnið.
 
    7.    Málefni Eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir kemur á fundinn.
a)      Lambanesreykir – útleiga á húsnæði.
Byggðarráð samþykkir að endurskoða  leigu á húsi B í lok febrúar 2004.
b)      Gamla skólahúsið að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir fela sviðstjóra Eignasjóðs að auglýsa fasteignina til sölu.
c)      Lagt fram bréf frá Jóni Ormari Ormssyni, dagsett 26. janúar 2004, um húsnæðismál.
Byggðarráð samþykkir að íbúðin í  Freyjugötu 30, Sauðárkróki verði ekki auglýst til sölu að sinni.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 29. janúar 2004 varðandi skýringar á skertu endurgreiðsluhlutfalli vegna refa- og minkaveiða.
b)      Bréf frá Fulltingi ehf., lögfr.þjónustu, dagsett 30. janúar 2004, vegna orlofsmála fyrrverandi starfsmanna.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1205