Byggðarráð Skagafjarðar

251. fundur 27. janúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 251 – 27.01. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 27. jan., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
  1. Forsvarsmenn Staka ehf. koma á fundinn
  2. Erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur
  3. Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins
  4. Erindi frá Gunnari Braga Sveinssyni
  5. Fyrirhugaður fundur með stjórn RARIK
  6. Málefni Eignasjóðs
a)      Sala á íbúðum
b)      Íbúðir sem tengjast rekstri Varmahlíðarskóla
  1. Bréf og kynntar fundargerðir
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Á fundinn komu forsvarsmenn Staka ehf., Ormarr Örlygsson og Jóhann Baldursson, til kynningar á stöðu mála varðandi starfsemi sútunarverksmiðju á Sauðárkróki.
 
Viku þeir síðan af fundi.
 
    2.    Lagt fram álit Árna Pálssonar hrl. dagsett 26. janúar 2004, vegna launamála Maríu Bjarkar Ingvadóttur.
Byggðarráð samþykkir á grundvelli þess að hafna kröfum Maríu Bjarkar.
 
    3.    Rætt um gerð þriggja ára áætlunar sveitarfélagsins 2005-2007.
 
    4.    Tekin fyrir tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni:
Byggðarráð samþykkir að setja 5 milljónir króna í leit að hentugum iðnaðar og/eða iðjukostum fyrir Skagafjörð.  Einnig samþykkir ráðið að leita eftir samningum við Atvinnuþróunarfélagið Hring hf. um framkvæmd verksins gegn jöfnu fjárframlagi félagsins.  Lögð er áhersla á að verkið hefjist sem fyrst.
Gunnar Bragi Sveinsson.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu tillögunnar og að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Hrings hf.
 
    5.    Lagt fram til kynningar bréf frá sveitarstjóra til RARIK dagsett 16. janúar 2004, þar sem óskað er eftir fundi með stjórn RARIK m.a. um efndir á samningi um sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
 
    6.    Málefni Eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir kemur á fundinn.
a)      Rætt um sölu íbúða.
b)      Rætt um íbúðir sem tengjast rekstri Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð samþykkir að Eignasjóður fari með rekstur og viðhald íbúðanna samkvæmt eignarhluta.  Eignarsjóður heimilar skólastjóra Varmahlíðarskóla að gera leigusamninga um íbúðirnar af hans hálfu.
 
Elsa vék af fundi.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
Ekkert erindi lá fyrir þessum dagskrárlið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1300