Byggðarráð Skagafjarðar

246. fundur 09. desember 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 246 – 09.12. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 9. des., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Trausti Sveinsson kemur til fundar
2.                  Frumvarp að fjárhagsáætlun 2004 lagt fram
3.                  Tillaga að nýrri heimasíðu sveitarfélagsins
4.                  Álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2004
5.                  Menningarhús í Skagafirði
6.                  Upplýsinga- og bókhaldskerfi
7.                  Ályktun frá Öldunni - stéttarfélagi
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Trausti Sveinsson kom á fundinn til viðræðu um samgöngumál.
 
    2.    Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri lagði fram drög að frumvarpi fjárhagsáætlunar 2004 fyrir aðalsjóð Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnanir og fór yfir helstu liði þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Gunnar Bragi Sveinsson leggur fram svohljóðandi bókun: ”Á síðasta fundi byggðarráðs samþykkti ég að vísa fjárhagsáætlun til nefnda.  Af gögnum þessa fundar er ekki að sjá að nefndir hafi fjallað um áætlunina.  Þá vantar yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir.  Því sit ég hjá við afgreiðslu tillögunnar.”
 
    3.    Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstj. markaðs- og þróunarsviðs, kom á fundinn og kynnti tillögur að nýrri heimasíðu fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að vinna að málinu eftir þeim tillögum sem lágu fyrir fundinum.
 
    4.    Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri lagði fram tillögu um að álagningarprósenta útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2004 yrði óbreytt frá þessu ári, þ.e. 13,03#PR.
Samþykkt samhljóða.
 
    5.    Menningarhús í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að setja 300 þús. kr. í að kostnaðarmeta frumhugmyndir sem fram eru komnar um Menningarmiðstöð á Sauðárkróki og endurbætur á Miðgarði og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
 
    6.    Lagt fram til kynningar drög að samkomulagi við Element ehf. um nýtt upplýsinga- og bókhaldskerfi fyrir sveitarfélagið.
 
    7.    Lögð fram til kynningar ályktun Öldunnar – stéttarfélags um málefni Loðskinns, Sauðárkróki  frá 3. desember sl.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1255.