Byggðarráð Skagafjarðar

235. fundur 09. september 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 235 – 09.09. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 9. september, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 skýrir frá stöðu framkvæmdamála við íþróttavöll.
2.                  Samkomulag við Skíðadeild Umf. Tindastóls
3.                  Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs gerir grein fyrir stöðu verklegra framkvæmda
4.                  Umsókn um styrk vegna bókaútgáfu
5.                  Erindi frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar
6.                  Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði
7.                  Víðigrund 22
8.                  Afsal vegna Hamars í Fljótum
9.                  Menningarhús – kynnt niðurstaða fundar með menntamálaráðherra 4. sept. 2003
10.              Heimild til lántöku vegna framkvæmda við íþróttavöll á Sauðárkróki
11.              Erindi frá Landsmótsnefnd UMFÍ 2004
12.              Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Byggðaáætlun Eyjafjarðar – tillögur starfshóps um byggðatengsl og sveitarfélög
b.      Svarbréf sveitarstjóra til Guðríðar Magnúsdóttur.
c.       Bréf frá fjárlaganefnd
d.      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
-         Fjármálaráðstefna 2003
-         Útreikningur á daggjöldum 30 manna hjúkrunarheimilis
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Viggó Jónsson, formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004, kom á fundinn og skýrði frá stöðu framkvæmda við íþróttaleikvanginn. Vék hann svo af fundi.
 
    2.    Lagt fram samkomulag milli Skíðadeildar Umf. Tindastóls og Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 vegna vallarframkvæmda á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
 
    3.    Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn og gerði gein fyrir stöðu verklegra framkvæmda sveitarfélagsins.  Vék hann síðan af fundi.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Elísabetu St. Jóhannsdóttur, dagsett í september, þar sem óskað er eftir styrk til bókaútgáfu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og menningarnefndar.
 
    5.    Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar, dagsett 1. september 2003, þar sem kynnt er tillaga skógræktarnefndar á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2003 um endurheimt Brimnesskóga við Kolkuós. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um málið.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri boði fulltrúa Skógræktarfélags Skagafjarðar á fund byggðarráðs.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði, dagsett 1. september 2003, um húsnæðismál.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.
 
    7.    Lagt fram kauptilboð í íbúð í fjölbýlishúsinu Víðigrund 22 að upphæð kr. 4.800.000. Áður á dagskrá 2. september sl.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
    8.    Lagt fram afsal vegna sumarhúss í landi Hamars í Fljótum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við söluna.
 
    9.    Sveitarstjóri kynnti niðurstöðu og lagði fram minnispunkta vegna fundar um menningarhús og fjárveitingu 2004 til íþróttavallar með menntamálaráðherra þann 4. september sl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda bréf til menntamálaráðuneytisins um skipan samstarfsnefndar um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði.
 
10.    Ósk um heimild til skammtímalántöku vegna framkvæmda við íþróttavöllinn á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að taka að láni allt að kr. 45.000.000 til fjármögnunar á verkinu þar til fjárveitingar berast fyrri hluta árs 2004.
 
11.    Lagt fram bréf frá Landsmótsnefnd UMFÍ 2004, dagsett 29. ágúst 2003, varðandi laun framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004.
Byggðarráð samþykkir að sjá um greiðslu launa framkvæmdastjóra Landsmótsnefndar UMFÍ 2004 til mánaðarmóta nóvember/desember 2003 og þá verði skuldin gerð upp.
 
12.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Byggðaáætlun Eyjafjarðar – tillögur starfshóps um byggðatengsl og sveitarfélög
b)      Kynnt svarbréf sveitarstjóra til Guðríðar Magnúsdóttur
c)      Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 4. september 2003 varðandi fundi með sveitarstjórnarmönnum dagana 25.-30. september nk.
d)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
                                                   i.      Fjármálaráðstefna 2003
                                                 ii.      Útreikningur á daggjöldum 30 manna hjúkrunarheimilis
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1305