Byggðarráð Skagafjarðar

230. fundur 30. júlí 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 230 –30.07. 2003

 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 30. júlí, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson áheyrnarfulltrúi.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Túngata 4, Hofsósi.  Fulltrúar UMF Neista koma á fundinn
                  2.            Fundargerð samgöngunefndar frá 21.07. 2003
                  3.            Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 15.07. 2003
                  4.            Úthlutun styrkja til björgunarsveita. (07-81)
                  5.            Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli fyrrverandi sveitarstjóra gegn sveitarfélaginu.
                  6.            Innlausn á íbúð – Víðigrund 22.
                  7.            Umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Kirkjutorgi 3, Sauðárkróki.
                  8.            Yfirlit yfir rekstur fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar
                  9.            Bréf, kynntar fundargerðir og annað:
a.       Fundargerð stjórnar Invest frá 26. júní 2003
b.      Bréf frá SÍS.  Fyrirkomulag og kostnaðarskipting tónlistarkennslu.
 
AFGREIÐSLUR:
    1.   Fulltrúar UMF Neista á Hofsósi gerðu grein fyrir hugmyndum sínum varðandi framtíð húsnæðisins að Túngötu 4, Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að gefa Umf. Neista Túngötu 4 og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi um eigendaskipti. 
 
    2.   Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 21. júlí 2003.
Byggðarráð samþykkir tillögu samgöngunefndar sbr. lið 3 í fundargerðinni sem er tilboð Björgunar ehf í verkið “Sauðárkrókur – dýpkun 2003”. 
Byggðarráð samþykkir fundargerðina í heild sinni.
 
    3.   Lögð fram fundargerð landbúnaðarnefndar frá 15. júlí 2003.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
    4.   Úthlutun styrkja til björgunarsveita.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi skiptingu á 1,5 milljón króna framlagi skv. fjárhagsáætlun2003:
            Skagafjarðarsveit kr. 600.000,-
            Björgunarsveitin Grettir kr. 450.000,-
            Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kr. 450.000,-
           
    5.   Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli fyrrverandi sveitarstjóra gegn sveitarfélaginu kynntur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið nánar með lögmönnum sveitarfélagsins.
 
    6.   Innlausn á íbúð – Víðigrund 22.
Byggðarráð samþykkir innlausnina.
 
    7.   Umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Kirkjutorgi 3, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
    8.   Yfirlit yfir rekstur fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar.
 
    9.   Bréf, kynntar fundargerðir og annað:
a)  Fundargerð stjórnar Invest frá 26. júní 2003
b)  Bréf frá SÍS.  Fyrirkomulag og kostnaðarskipting tónlistarkennslu
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1130