Byggðarráð Skagafjarðar

221. fundur 09. maí 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 221 – 09.05. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, föstudaginn 9. maí, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Bréf frá Árna Pálssyni lögmanni
2.                  Þátttaka í samnorðlensku verkefni í kynningarmálum – Markaðsskrifstofa Norðurlands
3.                  Erindi frá Handtaki ehf. um kaup á landi við Kolkuós
4.                  Erindi frá Kára Ottóssyni og Guðríði Magnúsdóttur um kaup á landi við Kolkuós
5.                  Umsókn um leyfi til áfengisveitinga í veitingahúsinu Sigtúni.
6.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a)      Fundargerðir Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram bréf frá Árna Pálssyni hrl., dagsett 5. maí 2003, varðandi álitsgerð hans á leigusamningi um hluta af landi Kolkuóss og bókun Gunnars Braga Sveinssonar.
 
    2.    Lögð fram bréf frá  Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, dagsett 26. mars 2003 og 21. apríl sl. varðandi þátttöku Sveitarfélagsins Skagafjarðar í verkefninu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.  Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.
 
    3.    Lagt fram bréf dagsett 29. apríl 2003 frá Handtaki ehf. varðandi ósk um viðræður um kaup á landi sveitarfélagsins í Kolkuósi.
Byggðarráð samþykkir að boða Viggó Jónsson, fyrir hönd Handtaks ehf., til viðræðna við Byggðarráð.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Kára Ottóssyni og Guðríði Magnúsdóttur, dagsett 2. maí 2003, varðandi ósk um að fá til kaups land við Kolkuós sem áður tilheyrði Viðvík í Viðvíkursveit.
Erindinu hafnað.
Gunnar Bragi Sveinsson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 
    5.    Umsókn um leyfi til áfengisveitinga í veitingahúsinu Sigtúni.
Byggðarráð samþykkir erindið
 
    6.    Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundargerðir Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1200