Byggðarráð Skagafjarðar

216. fundur 27. mars 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 216 – 27.03. 2003

 
 
Ár 2003, fimmtudaginn 27. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2 kl. 1500.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Þriggja ára fjárhagsáætlun
                  2.            Menningarhús í Skagafirði
                  3.            Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf.
                  4.            Leigusamningur um land í Kolkuósslandi
                  5.            Tilboð í húseignina Freyjugötu 48
                  6.            Ráðningarsamningur sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs
                  7.            Fundarboð LN vegna náttúrustofa
                  8.            Iðjukostir á Norðurlandi vestra – umsókn um styrk vegna undirbúnings og rannsókna
                  9.            Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi
              10.            Aðalfundarboð veiðifélags Laxár, Skefilsstaðahreppi
              11.            Umsögn um leyfi til að reka gistiskála
              12.            Trúnaðarmál
              13.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Niðurstaða forvals um Rafrænt samfélag
b)      Ráðstefna 4. apríl um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið
c)      Ráðstefna 4. apríl um rekstur félagslegra leiguíbúða
d)      Fundargerð stjórnarfundar SSNV 20. febrúar 2003
e)      Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lögð fram þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árin 2004-2006.
Byggðarráð samþykkir að vísa þriggja ára áætlun til seinni umræðu í sveitarstjórn .
 
2.      Rætt um menningarhús í Skagafirði.
Í framhaldi af fundi byggðarráðs með menntamálaráðherra er formanni byggðarráðs og formanni Fræðslu- og menningarnefndar falið að vinna áfram að málinu.
 
3.      Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf. rædd og lögð fram drög að samkomulagi um kaup sveitarfélagsins á hlut Búnaðarbanka Íslands hf. í fyrirtækinu.
Byggðarráð samþykkir að fá forsvarsmenn Loðskinns Sauðárkróki ehf á næsta fund byggðarráðs.
 
4.      Sveitarstjóri lagði fram drög að leigusamningi um land í Kolkuósslandi.
Samningur lagður fram til kynningar.
 
5.      Lagt fram verðmat á  húseigninni Freyjugötu 48, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir verðmatið.  Sveitarstjóra falið að vinna nánar að málinu.
 
6.      Lagður fram ráðningarsamningur við Áskel Heiðar Ásgeirsson sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs.
Byggðarráð samþykkir samninginn.  Gunnar Bragi Sveinsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
 
7.      Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2003 um fundarboð Launanefnar sveitarfélaga vegna náttúrustofa.
Fundarboð lagt fram.
 
8.      Iðjukostir á Norðurlandi vestra – kynnt umsókn Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra til Impru, um styrk vegna undirbúnings og rannsókna að upphæð kr. 5.000.000,-
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:
Undirritaður telur aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þessari umsókn ekki tímabæra. Sveitarfélagið hefur komið að slíkri vinnu í gegnum Atvinnuþróunarfélagið Hring hf. Þar sem leitað var iðnaðar og/eða iðjukosta fyrir Skagafjörð. Þar hefur mikið starf verið unnið og miklu til kostað. Undirritaður telur að hagsmunum íbúa sveitarfélagins Skagafjarðar verði betur borgið með því að halda áfram með þá vinnu í stað þess að byrja á ný á byrjunarreit. Ljóst er að Skagfirðingar eru komnir lengst allra sveitarfélaga á Norðurlandi í leit að hentugum iðnaðar og/eða iðjukostum og því væri það gegn hagsmunum Skagfirðinga að halda ekki áfram með þá vinnu. Uppbygging iðnaðar eða iðjuvers á sk. Kolkuóssvæði myndi styrkja byggð í öllu héraðinu.  Því visa ég til tillögu minnar frá síðasta fundi byggðaráðs þar sem lagt er til að þessari vinnu verði haldið áfram.
 
Gísli Gunnarsson og Bjarni Jónsson óska bókað:
Umsókn INVEST er í samræmi við þá stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að vinna með Blönduóssbæ og Höfðahreppi að leit að heppilegum iðjukostum fyrir svæðið. Má í því sambandi vísa til sameiginlegs fundar sveitarstjórna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduóss og Höfðahrepps þann 21 mars síðastliðinn þar sem ákveðið var að þessi sveitarfélög ynnu saman að leit að heppilegum atvinnukostum fyrir svæðið.  Sjáum við ekki ástæðu til þess að leggjast gegn því aðInvest sæki um fjármagn til atvinnuuppbyggingar.
 
9.      Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar: “Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við Hring hf., Rafmagnsveitur ríkisins og Fjárfestingarstofu iðnaðarráðuneytisins um að haldið verði áfram með vinnu þá sem Hringur hf. hafði forystu um, um leit að hentugum iðnaðar- og/eða iðjukostum fyrir Skagafjörð. Oddvitum allra flokka í sveitarstjórn verði falið að ganga til þessara viðræðna.”
 
Tillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
 
Gísli Gunnarsson og Bjarni Jónsson óska bókað:
Á sameiginlegum fundi sveitarstjórna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduóss og Höfðahrepps sem haldin var 21. mars sl. voru oddvitar sveitarfélaganna kosnir í verkefnisstjórn til að leita heppilegra atvinnukosta fyrir svæðið.  Teljum við eðlilegt að sú sameiginlega vinna hefjist áður en Hring hf. verði falið að vinna frekar að málinu.
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:
Undirritaður harmar afstöðu meirihluta byggðarráðs þar sem tillögunni er ætlað að vinna að eflingu atvinnulífs og bættum hag Skagfirðinga.
 
10.  Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi, dagsett 22. mars 2003.
Byggðarráð felur Landbúnaðarnefnd að tilnefna fulltrúa á aðalfundinn.
 
11.  Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 24. mars 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Orlofshúsa við Varmahlíð hf. um leyfi til að reka gistiskála að Reykjarhólsvegi 8 í landi Reykjarhóls og Víðilundi 7 í landi Víðimels.
Byggðarráð samþykkir erindið.
 
12.  Sjá trúnaðarbók.
 
13.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Niðurstaða forvals Byggðastofnunar um þátttöku í verkefninu Rafrænt samfélag, dagsett 19. mars 2003.
b.      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. mars 2003 um ráðstefnu 4. apríl 2003 um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.
c.       Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. mars 2003 um ráðstefnu 4. apríl 2003 um rekstur félagslegra leiguíbúða.
d.      Fundargerð stjórnarfundar SSNV 20. febrúar 2003
e.       Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 17. mars 2003  ásamt nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
 
Tillaga:
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs að kanna hvort sú vinna sem unnin var vegna þátttökuumsóknar í verkefninu “Rafrænt samfélag” geti nýst til að þróa rafrænt verkefni í sveitarfélaginu og sækja um þátttöku i verkefnum í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery program).
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1945