Byggðarráð Skagafjarðar

214. fundur 14. mars 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 214 – 14.03. 2003

 
 
Ár 2003, föstudaginn 14. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 fer yfir stöðu verka og fjármála
                  2.            Sala á húseigninni Borgarflöt 1
                  3.            Samstarf við Nýsköpunarsjóð námsmanna
                  4.            Háskólastarf og rannsóknir í Skagafirði
                  5.            Erindi frá Skagafjarðarveitum
                  6.            Aðalfundur Tækifæris 26. mars nk.
                  7.            Aðalfundur Höfða ehf. 18. mars nk
                  8.            Erindi frá Hótel Tindastóli
                  9.            Forkaupsréttur að jörðinni Ármúla
              10.            Umsögn um leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað
              11.            Drangeyjarfélagið – umsókn um að nytja Drangey
              12.            Bréf frá foreldrum barna á leikskólanum Barnaborg á Hofsósi
              13.            Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins lögð fram
              14.            Niðurfelling gjalda
              15.            Tillaga frá atvinnu- og ferðamálnefnd
              16.            Bréf og kynntar fundargerðir.
a)      Fundargerð 6. fundar stjórnar Miðgarðs 4. mars 2003
b)      Fundargerð 701. fundar stjórnar Sís
c)      Bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Viggó Jónsson formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 kom á fundinn og kynnti stöðu framkvæmda og fjármála:
Byggðarráð samþykkir að senda endurskoðaða framkvæmda- og kostnaðaráætlun til menntamálaráðuneytisins og óska eftir hækkun á framlagi ríkisins í samræmi við hana.  Einnig  samþykkir byggðarráð að heimila framkvæmdanefndinni að hefja framkvæmdir við áhaldageymslu.
 
2.      Lagður fram kaupsamningur á milli Vöku ehf. og Guðrúnar K. Kristófersdóttur um húsnæði Vöku ehf. að Borgarflöt 1.
Byggðarráð samþykkir að heimila fjármálastjóra að aflétta tryggingarbréfi sem hvílir á 1. veðrétti eignarinnar gegn því að söluandvirði hennar gangi inn á viðskiptareikning Vöku ehf. hjá sveitarfélaginu.
 
3.      Lagt fram samkomulag á milli Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stuðning við nýsköpunarverkefni sem tengjast Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið og verður kostnaður vegna þess tekið af fjárhagslið 13-11.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann lýsir ánægju sinni með samkomulagið en gerir athugasemd við framkvæmdina.
 
4.      Skúli Skúlason skólameistari Hólaskóla kom á fundinn og ræddi háskólastarf og rannsóknir í Skagafirði.
Tillaga fyrir byggðarráð:
Myndaður verði starfshópur til að móta og setja fram tillögur um frekari uppbyggingu háskólanáms og rannsókna í Skagafirði.  Lagt er til að starfshópurinn vinni tillögur um hvernig efla megi grundvöll háskóla og rannsóknastarfs að Hólum og í Skagafirði og þrói áfram hugmyndir um Skagafjörð sem miðstöð mennta og rannsókna á landsvísu.
 
Greinargerð:  Gríðarleg tækifæri felast í uppbyggingu háskólastarfs og rannsókna í Skagafirði.  Slíkt er undirstaða að nýsköpun og fjölbreyttu atvinnulífi ásamt því að vera aðdráttarafl fyrir menntafólk að búa og starfa í héraðinu.  Skagafjörður hefur alla burði til að verða miðstöð stóriðju á sviði þekkingar og samhent átak þarf til að gera það að veruleika.
 
Bjarni Jónsson.
 
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
5.      Lagt fram bréf frá Skagafjarðarveitum ehf. dagsett 13. mars 2003 varðandi styrki til nýrra hitaveitna.
Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við að styrkir verði auknir til stækkunar eldri og/eða til langningu nýrra hitaveitna í dreifbýli.
 
6.      Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 12. mars 2003 um aðalfund félagsins þann 26. mars nk. á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson fjármálastjóri sé tilnefndur sem varamaður í stjórn félagsins.
 
7.      Lagt fram bréf frá Höfða ehf., dagsett 4. mars 2003 um aðalfund félagsins þann 18. mars 2003.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjái sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt hlutfallslega.
 
8.      Lagt fram erindi frá Hótel Tindastóli, þar sem boðið er upp á samning um gistingu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
9.      Lagður fram kaupsamningur um jörðina Ármúla.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
10.  Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 4. mars 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Videósports ehf. um leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað að Aðalgötu 7, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
11.  Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, dagsett 3. mars 2003, varðandi nytjar Drangeyjar á Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir að framlengja samning við félagið um nytjarnar um eitt ár.

 
12.  Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans Barnaborgar á Hofsósi, dagsett 6. mars 2003, varðandi aðgengi að leikskólanum og aðstöðu.

Á fjárhagsáætlun 2003 er gert ráð fyrir viðhaldi leikskólans og vísar byggðarráð til þeirrar fjárveitingar.

 
13.  Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins og stofnana.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
 
14.  Sjá trúnaðarbók
 
15.  Kynnt samþykkt atvinnu- og ferðamálanefndar frá því í morgun, um átaksverkefni iðnnema.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
 
16.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Kynnt 6. fundargerð stjórnar félagsheimilisins Miðgarðs frá 4. mars sl.
b.      Kynnt fundargerð 701. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. febrúar 2003.
c.       Kynnt bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar frá 11. mars 2003 varðandi uppsagnir yfirvinnu hluta starfsmanna SFS.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1703