Byggðarráð Skagafjarðar

201. fundur 27. nóvember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 201 – 27.11. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 27. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu
kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Málefni Máka hf.
                 
2.           
Erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks
                  3.            Erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
                 
4.           
Erindi frá The New Iceland Youth Choir
                 
5.           
Erindi frá Helgu Bjarnadóttur
                 
6.           
Erindi frá Íbúasamtökunum út að austan
                 
7.           
Lögð fram gögn vegna afgreiðslu erindis Umf. Tindastóls frá 13. nóvember sl.
                 
8.           
Innheimt staðgreiðsla fyrstu 11 mánuði ársins 2002
                 
9.           
Trúnaðarmál
             
10.           
Bréf og kynntar fundargerðir
                    -        
Fundargerðir 259., 260. og 261. fundar Hafnarsambands sveitarfélaga
                    -        
Fundargerð 33. ársfundar Hafnarsambands sveitarfélaga
                    -        
Frumvarp til Hafnarlaga
                    -        
1., 2. og 3. fundur stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Lagður fram tölvupóstur frá bústjóra þrotabús Máka hf., dagsettur 25. nóvember 2002, varðandi fyrirhugaðar ráðstafanir á eignum þrotabúsins í landi Hrauna I og Lambanes-Reykja í Fljótum til Búnaðarbanka Íslands hf. annars vegar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hins vegar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar ráðstafanir bústjóra þrotabúsins. 
2.      Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks, dagsett 25. nóvember 2002, varðandi ósk um niðurfellingu á fasteignaskatti af félagsheimili klúbbsins að Hlíðarenda.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu. 
3.      Lagt fram bréf frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, dagsett 14. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi félagsins að Reykjadal.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem sambærileg starfsemi er rekin að Löngumýri í Skagafirði. 
4.      Lagt fram bréf frá The New Iceland Youth Choir, dagsett 22. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við heimsókn kórsins til Íslands og þ.m.t. Skagafjarðar sumarið 2003.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að vera í sambandi við David Gislason vegna málsins. 
5.      Lagt fram bréf frá Helgu Bjarnadóttur, dagsett 19. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu húsaleigu vegna samverustunda eldri borgara að Löngumýri veturinn 2002-2003.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
6.      Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum út að austan, dagsett 19. nóvember 2002, þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að fá formenn íbúasamtakanna í Skagafirði á sinn fund.
 
7.      Málefni Umf. Tindastóls – áður á dagskrá 13. nóvember 2002.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða yfirdráttarheimild knattspyrnudeildar UMFT að upphæð kr. 500.000 enda verði gert ráð fyrir greiðslu lánsins í rekstraráætlun deildarinnar fyrir árið 2003. 
8.      Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innheimtar staðgreiðslutekjur ellefu mánuði árins. 
9.      Sjá trúnaðarbók.  
10.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagðar fram til kynningar fundargerðir 259., 260. og 261. fundar Hafnarsambands sveitarfélaga.
b)      Lögð fram til kynningar fundargerð 33. ársfundar Hafnarsambands sveitarfélaga.
c)      Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1., 2. og 3. fundar stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1200

                                                  
Margeir Friðriksson, ritari.