Byggðarráð Skagafjarðar

194. fundur 09. október 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 194 - 09.10. 2002


Ár 2002, miðvikudaginn 9. október, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson,  Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.

 
DAGSKRÁ:
                    1.     
Skipurit fyrir stjórnsýsluna
                    2.     
Fjárhagsstaða málaflokka pr. 31. ágúst sl.
                    3.     
Erindi frá Landslögum ehf.
                    4.     
Umsókn um leyfi til áfengisveitinga
                    5.     
Málefni Hrings
                    6.     
Boðun veðhafafundar
                    7.     
Fyrirspurn um byggðakvóta
                    8.     
Erindi vísað frá sveitarstjórn 8. október vegna tilboðs
                    9.     
Kynntar fundargerðir
  
                         -         50. fundur Launanefndar sveitarfélaga
  
                         -         Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Lagt fram skipurit fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir fresta afgreiðslu málsins. 
2.      Fjármálastjóri kynnti stöðu málaflokka pr. 31. ágúst 2002. 
3.      Lagt fram símbréf frá Landslögum ehf., dagsett 26. september 2002, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til forkaupsréttar þess á fiskiskipinu Hörpu HU.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. 
4.      Lögð fram umsókn frá Lazar´s ehf. um leyfi til áfengisveitinga á Hótel Tindastóli, Lindargötu 3, Sauðárkróki.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir umsóknina. 
5.      Málefni Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. – Hrings rædd.
Byggðarráð samþykkir að fela atvinnu- og ferðamálanefnd að leggja tillögur um framtíð atvinnuþróunarmála í Skagafirði fyrir næsta fund byggðarráðs. 
6.      Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurjónssyni hrl., bústjóra þrotabús Máka hf., dagsett 4. október 2002, þar sem boðað er til veðhafafundar miðvikudaginn 9. október 2002.
Stefnt er á að Sigurður komi á næsta fund byggðarráðs. 
7.      Lagt fram bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni, dagsett 7. október 2002, þar sem innt er eftir afstöðu meirihluta byggðarráðs til byggðakvóta og úthlutunar hans.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar þar sem erindi um byggðakvótann hefur ekki borist frá Byggðastofnun. 
8.      Tilboð í raflagnir í Sauðárkrókshöfn.  Samþykkt í samgöngunefnd 27. september sl. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn 8. október 2002.
      Byggðarráð samþykkir að gengið verði að tilboði Rafsjár ehf. 
9.      Kynntar eftirfarandi fundargerðir:
a)      50. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands
      Íslands vegna grunnskólans.
b)      Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 16. september 2002.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1233 
                                                                                                Margeir Friðriksson, ritari.