Byggðarráð Skagafjarðar

192. fundur 24. september 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 192 - 24.09. 2002

 
Ár 2002, þriðjudaginn 24. september, kom byggðarráð saman til fundar að Aðalgötu 2 kl. 0900.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson,  Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
1.      Fulltrúar KPMG á Íslandi kynna niðurstöðudrög vegna úttektar á stjórnsýslu sveitarfélagsins og leggja fram árshlutareikning pr. 30. júní 2002. 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Á fund byggðarráðs mættu sveitarstjórnarfulltrúar, Halldór Hróarr Sigurðsson, Andrés Guðmundsson og Kristján Jónasson fulltrúar KPMG á Íslandi og kynntu annars vegar niðurstöðudrög vegna úttektar á stjórnsýslu sveitarfélagsins og hins vegar árshlutareikning pr. 30. júní 2002. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1145
                                    Margeir Friðriksson ritari.