Byggðarráð Skagafjarðar

191. fundur 18. september 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 191 - 18.09. 2002

 
Ár 2002, miðvikudaginn 18. september, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 0900.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.            Erindi varðandi Reykjarhólsskóg
                 
2.            Umsókn vegna kvikmyndagerðar
                 
3.            Erindi frá Sjávarleðri ehf.
                 
4.            Sala á jörðinni Nesi í Flókadal í Fljótum
                 
5.            Erindi frá Vesturfarasetrinu
                 
6.            Erindi frá skíðadeild Tindastóls – Gunnar H. Guðmundsson kemur á fundinn
                 
7.            Bréf frá Landssambandi hestamannafélaga
                 
8.            Málefni Hótels Varmahlíðar ehf.
 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Helgi Gunnarsson og Magnús Ingvarsson komu á fundinn í framhaldi af erindi þeirra um Reykjarhólsskóg sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 4. september sl.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindi félaganna og vísar erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar. 
2.      Lagt fram bréf frá POTEMKIN FILMS, dagsett 8. september 2002, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins  til kvikmyndagerðar um Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar. 
3.      Erindi frá Sjávarleðri ehf. – áður á dagskrá byggðarráðs 11. september sl.
Byggðarráð samþykkir að hlutafé í Sjávarleðri ehf. skiptist á eftirfarandi hátt:  Nýsköpunarsjóður 66,698#PR, Sveitarfélagið Skagafjörður 23,254#PR, Friðrik Jónsson 5,024#PR og Eggert Jóhannsson 5,024#PR. 
4.      Lagður fram kaupsamningur um Nes í Flókadal í Fljótum, dagsettur 10. september 2002 á milli Páls H. Gunnlaugssonar og Þórunnar S. Skaptadóttur.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. 
5.      Lagt fram bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, dagsett 16. september 2002, þar sem sveitarstjóra og byggðarráði er boðið til fundar föstudaginn 20. september með stjórn undirbúningsfélags að sjálfseignarstofnuninni Kolkuósi.
Byggðarráð samþykkir að þekkjast boðið. 
6.      Gunnar H. Guðmundsson formaður skíðadeildar UMFT kom á fundinn og kynnti málefni Skagfirskra skíða ehf.
Byggðarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að afla ferkari upplýsinga um félagið og stöðu þess. 
7.      Lagt fram til kynningar bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, dagsett 2. september 2002, varðandi umsókn um Landsmót árið 2006 og 2010. 
8.      Lagt fram bréf frá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar ehf., dagsett 13.09. 2002, varðandi greiðslustöðvun hjá Hótel Varmahlíð ehf.
      Byggðarráð samþykkir að fella niður helming krafna sveitarfélagsins gegn
     félaginu, svo fremi að aðrir kröfuhafar geri slíkt hið sama.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1045
                                                                    Margeir Friðriksson, ritari.