Byggðarráð Skagafjarðar

185. fundur 07. ágúst 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 185 - 07.08.2002

 
Ár 2002, miðvikudaginn 7. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.  Einnig sat Snorri Styrkársson fundinn sem áheyrnarfulltrúi. 
DAGSKRÁ:
  
         1.                  Landsmót UMFÍ – Kynning á stöðu mála.
  
         2.                  Menningarnótt í Reykjavík.
  
         3.                  Umsókn um leyfi til að reka gistingu að Bjarnargili
  
         4.                  Umsókn um leyfi til áfengisveitinga á Sölvabar í Lónkoti.
  
         5.                  Lánataka af endurlánafé Lánasjóðs sveitarfélaga.
  
         6.                  Umsókn um styrk til slóðagerðar í Aldamótaskógi að Steinsstöðum
  
         7.                  Staðfesting á breytingum á Samþykktum sveitarfélagsins – lagt fram til
                        kynningar.
  
         8.                  Ósk um afslátt af gatnagerðargjöldum.
  
         9.                  Ósk um viðræður við hestamannafélögin í Skagafirði.
  
         10.              Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.
  
         11.              Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
  
         12.              Forkaupsréttur að Stekkjarbóli í Unadal.
  
         13.              Fundargerðir nefnda:
  
                     a.       Starfskjaranefnd 11.07.2002.
  
                     b.      Skipulags- og bygginganefnd 24.07.2002.
  
                     c.       Landbúnaðarnefnd 31.07.2002.
  
                     d.      Samgöngunefnd 29.07.2002.
  
                     e.       Umhverfisnefnd 15.07.2002.
  
                     f.        Atvinnu- og ferðamálanefnd 25.07.2002.
  
                     g.       Fræðslu- og menningarnefnd 06.08.2002.
  
         14.              Kynntar fundargerðir
  
                     a.       Samstarfsnefnd Launanefndar sveitarfélaga, 48. fundur.
  
                     b.      Minnispunktar fulltrúa sveitarfélagsins á Ársfundi Byggðastofnunar
                              21. júní 2002.
 
AFGREIÐSLUR: 
1.         Á fundinn komu Ómar Bragi Stefánsson og Bragi Þór Haraldsson til viðræðna við byggðarráðsmenn um nauðsynlegar framkvæmdir við íþróttasvæðið á Sauðárkróki vegna Landsmóts UMFÍ sem haldið verður í Skagafirði árið  2004.   Lagðar voru fram teikningar að þeim breytingum sem fyrirhugað er að gera á svæðinu.   Byggðarráð felur Braga Þór að vinna teikningarnar áfram og leggja fyrir Skipulags- og bygginganefnd.   
2.                  Ómar Bragi Stefánsson kynnti dagskrá sem Skagfirðingar standa fyrir á Menningarnótt Reykjavíkur þann 17. ágúst n.k. 
3.                  Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurbjargar Bjarnadóttur um leyfi til að reka gistingu að Bjarnargili í Fljótum.  Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt. 
4.                  Lögð fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga á Sölvabar í Lónkoti til sex mánaða.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum og því samþykkir byggðarráð fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt. 
5.                  Byggðarráð samþykkir að tekið verði  lán vegna framkvæmda við Árskóla og efniskaup þar að lútandi að upphæð 25 milljónir króna til 15 ára með uppgreiðslumöguleikum 2007 og 2012. Lánið ber 6,33#PR vexti og er verðtryggt með vísitölu neysluverðs. Til tryggingar greiðslu lánsins er veitt trygging í tekjum sveitarfélagsins.
6.                  Lögð fram umsókn um styrk að upphæð 500 þúsund til slóðagerðar í Aldamótaskógi að Steinsstöðum.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla  frekari upplýsinga um verkefnið. 
7.                  Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur, að þær breytingar sem sveitarstjórn samþykkti á 53. grein Samþykkta um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, hafa verið samþykktar í ráðuneytinu og sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. 
8.                  Lagt fram bréf frá Guðmundi Guðmundssyni f.h. Óstaks h.f., þar sem óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjöldum vegna bygginga íbúða fyrir tekjulága einstaklinga við Gilstún á svipaðan hátt og Búhöldar fengu vegna byggingar íbúða fyrir aldraða við Hásæti.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna málið nánar.  
9.                  Lagt fram bréf frá hestamannafélögunum í Skagafirði þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarstjórn vegna landsmóta hestamanna í framtíðinni.  Byggðarráð samþykkir að verða við beiðni þeirra um viðræður. 
10.              Lögð fram umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts.  Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. 
11.              Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar varðandi Villinganesvirkjun. 
12.              Lagt fram bréf frá Hlöðver Kjartanssyni hrl. vegna forkaupsréttur að Stekkjarbóli í Unadal.  Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. 
13.       Lagðar fram til afgreiðslu eftirtaldar fundargerðir:
  
         a)      Starfskjaranefnd 11.07.2002.
  
                 Fundargerðin samþykkt.
  
         b)      Skipulags- og bygginganefnd 24.07.2002.
  
                 Fundargerðin samþykkt.
  
         c)      Landbúnaðarnefnd 31.07.2002.
  
                 Fundargerðin samþykkt.
  
         d)      Samgöngunefnd 29.07.2002.
  
                 Vegna 1. liðar fundargerðar samgöngunefndar um opnun tilboða í þekjun
                    og lagnir á Norðurgarði Sauðárkrókshafnar, samþykkir byggðarráð að
                    gengið verði að tilboði G.Þorsteinssonar  upp á kr. 22.026.860.- í verkið
                    enda hafi fyrirtækið öll tilskilin leyfi í lagi.
  
                 Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.
  
         e)      Umhverfisnefnd 15.07.2002.
  
                 Fundargerðin samþykkt.
  
         f)        Atvinnu- og ferðamálanefnd 25.07.2002.
  
                 Fundargerðin samþykkt.
  
         g)      Fræðslu- og menningarnefnd 06.08.2002
  
                 Fundargerðin samþykkt.
    14.       Lögð fram til kynningar fundargerð 48. fundar Samstarfsnefndar
                Launanefndar sveitarfélaga. 

    Einnig voru undir þessum lið lagðir fram minnispunktar fulltrúa sveitarfélagsins
    Katrínar Maríu Andrésdóttur frá Ársfundi Byggðastofnunar 21. júní 2002.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 12.15 
                                                                        Elsa Jónsdóttir, ritari.