Byggðarráð Skagafjarðar

181. fundur 28. júní 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 181 - 28.06. 2002

 
Ár 2002, föstudaginn 28. júní, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 900.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar

DAGSKRÁ:
                 
1.            Halla Björk Marteinsdóttir og forvarnarstefna
                 
2.            Umsókn um leyfi til að halda rallýkeppni
                 
3.            Beiðni um að fá að reisa minnisvarða að Steinsstöðum
                 
4.            Fundargerð aðalfundar Tækifæris hf
                 
5.            Austari-Hóll.  Kaupsamningur.
                 
6.            Lóðamál við Forsæti – beiðni um undirbyggingu götunnar
                 
7.            Upplýsingar um innheimta staðgreiðslu jan.-jún. 2002
                 
8.            Umsókn frá Guðmundi Tómassyni um leyfi til rekstrar veitingahúss,
                  skemmtistaðar og gistiheimilis
                 
9.            Boðun XVII landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
             
10.            Menningarnótt í Reykjavík
             
11.            Viljayfirlýsing vegna frágangs á húsnæði Þróunarsetursins
             
12.            Ný reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til
                  reksturs grunnskóla
             
13.            Erindi frá Jóni Einarssyni vegna eignaskiptasamnings fasteignarinnar
                  Víðigrundar 28
             
14.            Afgreiðsla Byggðastofnunar á beiðni um hlutafjárkaup í Sjávarleðri ehf.
             
15.            Reikningur frá PriceWatherhouseCoopers vegna hagkvæmismats á
                  bleikjueldi í Skagafirði
             
16.            Fundargerð frá 1. fundi framkvæmdarnefndar vegna Landsmóts UMFÍ
             
17.            Erindi Einars Sigtryggssonar um frágang lóðar við Hlíðarkaup
             
18.            Kaupsamningur
 
AFGREIÐSLUR: 
    1.   Halla Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúi kom á fundinn og kynnti samantekt sína um forvarnarmál í Skagafirði, dagsetta 21. júní 2002, um framtíð forvarnarfulltrúa og Geymslunnar kaffi- og menningarhúss ungs fólks í Skagafirði, en hún er að ljúka störfum við verkefnið.
Byggðarráð þakkar Höllu fyrir vel unnin störf og óskar henni farsældar í framtíðinni.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar. 
Halla vék hér af fundi. 
    2.   Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 20. júní 2002, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni laugardaginn 27. júlí 2002 í Skagafirði m.a. í Mælifellsdal, Deildardal og á Nöfum.
Byggðaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. 
      3.   Lagt fram bréf frá Ingimari Jóhannssyni, dagsett 25.06. 2002, þar sem hann óskar eftir leyfi til þess að reisa minnisvarða um Herselíu Sveinsdóttur við Steinsstaðaskóla.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar. 
      4.   Fundargerð aðalfundar Tækifæris hf., frá 05.06. 2002 lögð fram til kynningar. 
      5.   Lagður fram kaupsamningur um eyðijörðina Austari-Hól í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir sölu jarðarinnar fyrir sitt leyti. 
      6.   Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf., dagsett 26. júní 2002, þar sem óskað er eftir að syðri hluti götunnar Forsætis verði undirbyggður nú í sumar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar. 
      7.   Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innheimta staðgreiðslu tímabilið janúar-júní 2002. 
      8.   Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 20. júní 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðmundar Tómassonar fh. Veitingahússins Aðalgötu 7 um leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað og umsókn fh. Gistiheimilins Sauðárkróki um að reka gistiheimili að Kaupvangstorgi 1.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. 
      9.   Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. júní 2002, þar sem boðað er til XVII landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri 25.-27. september nk. 
  10.   Lagt fram bréf frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett 20. júní 2002, varðandi Menningarnótt í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri ræði við undirbúningsnefndina og leiti eftir frekari upplýsingum. 
  11.   Lögð fram yfirlýsing vegna framkvæmda í húsnæði Þróunarsetursins Nafir.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarsveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um leigusamninga varðandi ofangreint húsnæði og að ekki verði af framkvæmdum á meðan málið er í skoðun.  Einnig samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að ræða við Búnaðarbanka Íslands hf. um húsnæðið. 
  12.   Lögð fram til kynningar ný reglugerð nr. 351/2002 um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla. 
  13.   Lagt fram bréf frá Jóni Einarssyni, dagsett 25.06. 2002, varðandi ófrágengin eignaskiptasamning vegna fasteignarinnar Víðigrund 28.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka þessu máli hið fyrsta. 
  14.   Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 18. júní 2002, þar sem hafnað er beiðni sveitarfélagsins um hlutafjárkaup í Sjávarleðri ehf.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með Friðriki Jónssyni framkvæmdastjóra Sjávarleðurs ehf. til að ræða málefni félagsins. 
  15.   Lagðir fram reikningar frá PriceWaterhouseCoopers frá árinu 1999 vegna arðsemismats á bleikjueldi í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að vinna að málinu. 
  16.   Lögð fram til kynningar fyrsta fundargerð framkvæmdanefndar vegna 24. Landsmóts UMFÍ 2004. 
  17.   Lagt fram erindi frá Einari Sigtryggssyni fh. Raðhúsa hf., dagsett 19.06. 2002, vegna frágangs lóðar við verslunina Hlíðarkaup.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar 
  18.   Lagður fram kaupsamningur um erfðafestuland á Nöfum á milli sveitarfélagsins og db. Fjólu Sveinsdóttur.  Samtals kaupverð kr. 1.250.000.
Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1130