Byggðarráð Skagafjarðar

591. fundur 03. maí 2012 kl. 09:00 - 10:43 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Sigurjón Þórðarson vék af fundi eftir afgreiðslu 4. dagskrárliðar.

1.Átak til að fjölga sumarstörfum

1203403

Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumálastofnun, þar sem tilkynnt er um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi fengið úthlutað stuðningi fyrir 5 störfum í sumar, til að styðja við sumarráðningar námsmanna og atvinnuleitenda sem er sami fjöldi og árið 2011. Sveitarfélagið sótti um 20 störf.

Byggðarráð lýsir vonbrigðum með niðurstöðuna þar sem Skagafjörður nýtur ekki þeirrar fjölgunar frá fyrra ári, sem auglýst var af hálfu Vinnumálastofnunar.

2.Hólar, Ferðaþjónusta - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1204227

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðmundar Björns Eyþórssonar fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Hólum, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna á Hólum/Undir Byrðunni. Veitingastaður, flokkur II veitingahús. Gististaður - flokkur II gistiheimili, íbúðir.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Óskað eftir athugasemdum

1203409

Málið áður á dagskrá 590. fundi byggðarráðs og afgreiðslu þá frestað.

Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneytinu og tilkynnt er um samþykkt þingsályktunartillögu þann 1. febrúar s.l. þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin hvetur alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð til nefndarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012.

Byggðarráð fagnar tillögunni vegna þess að víða hentar betur að leggja rafstrengi í jörð en í lofti og ítrekar forræði sveitarfélaganna í skipulagsmálum er varðar val á línuleiðum.

4.Tækifæri hf - kynning á fyrirtækinu

1205006

Jón Ingvi Árnason stjóðstjóri Tækifæris hf. kom á fundinn og kynnti starfsemi og fjárfestingar félagsins. Sveitarfélagið Skagafjörður er hluthafi í félaginu.

5.Óskað er umsagnar um þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða

1204231

Lagður fram tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.

Byggðarráð telur vegna stöðu málsins á Alþingi að ekki sé þörf á umsögn um frumvarpið að sinni.

Þorsteinn T. Broddason óskar bókað:

Flokkun virkjanakosta í Jökulsánum í Skagafirði er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem svæðið við Jökulsárnar er sett í bið, en árétta að forræði og ákvörðunartaka varðandi nýtingu vatnasvæðis Jökulsánna eigi að vera á höndum sveitarfélagsins.

6.Ársfundur 2012, Stapi - lífeyrissjóður

1205004

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 8. maí 2012 á Egilsstöðum.

Byggðarráð samþykkir að Bjarki Tryggvason verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess.

7.Umferðarhraði á Sauðárkróki

1204316

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sigurði Bjarna Rafnssyni varðandi umferðarhraða á húsagötum í Skagafirði. Kallar hann eftir breytingu á umferðarhraða til lækkunar í 30 km/klst. og nefnir þar til sögunnar Hólmagrund þar sem hann býr.

8.Heiði 145935 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

1204307

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Heiði, landnúmer 145935. Seljandi er Agnar Búi Agnarsson. Kaupandi er Þórsgarður ehf.

9.Tunguhlíð land B 220724, Brautartunga land A 220726 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

1204308

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðunum Tunguhlíð land B, landnúmer 220724 og Brautartungu land A, landnúmer 220726, að hálfu. Seljandi er Gunnar Valgarðsson. Kaupendur eru Sveinn Guðmundsson og Evelyn Kuhne.

10.Villinganes 146248 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

1204306

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Villinganesi, landnúmer 146248. Seljandi er Sigurjón Valgarðsson. Kaupandi er Kaupsæld ehf.

11.Byggingarnefnd Árskóla - 6

1204015F

Fundargerð 6. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til staðfestingar á 591. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.

11.1.Hönnunarfundir v. viðb. Árskóla

1204285

Afgreiðsla 6. fundar bygginganefndar Árskóla staðfest á 591. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:43.