Byggðarráð Skagafjarðar

156. fundur 14. nóvember 2001
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 156 - 14.11.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 14. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.      Bygginganefnd grunnskóla – viðræður um stöðu
            2.      Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur og undirbúningur
            3.      Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
            4.      Stofnfundur hlutafélags um landskerfi bókasafna
            5.      Frá sýslumanni – umsögn v/endurnýjunar leyfis til að reka veitingahús
            6.      Erindi frá íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis
            7.      Erindi frá fjölskylduráði dags. 24. okt. 2001
            8.      Frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra
            9.      Frá menntamálaráðuneytinu v/sérfræðiþjónustu skóla
            10.  Bréf frá tónlistarskólakennurum
            11.  Tilda ehf.

AFGREIÐSLUR:
 1. Bygginganefnd grunnskóla kom á fund byggðarráðs og fór yfir stöðu og framgang mála varðandi byggingu B-álmu Árskóla og breytinga á C-álmu.
 1. Sveitarstjóri fór yfir forsendur og undirbúning fjárhagsáætlunar 2002.
 1. Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 6. nóvember 2001, varðandi gjaldskrá embættisins sbr. 12. gr. laga nr. 7 frá 1998.  Auk þess lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með formanni heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúa um ofangreind erindi.
 1. Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 1. nóvember 2001 um stofnfund í fyrirhuguðu hlutafélagi um landskerfi bókasafna.
Byggðarráð samþykkir taka ekki þátt í stofnun hlutafélags um landskerfi bókasafna að svo stöddu.
 1. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Ólafs Jónssonar fh. Ólafshúss ehf. um endurnýjun á leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað í Ólafshúsi við Aðalgötu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 1. Lagt fram ódagsett bréf frá íbúasamtökun Varmahlíðarhverfis um ýmis mál er varða framkvæmdir og þjónustu sveitarfélagsins í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 1. Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði, dagsett 24. október 2001, um fjölskyldustefnu sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar, félagsmálanefndar og skólanefndar og óskar eftir því að nefndirnar geri tillögu að því hvernig eigi að vinna að fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið.
 1. Lagt fram til kynningar bréf frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, dagsett 1. nóvember 2001, þar sem fram kemur álagning árgjalda sveitarfélaga til félagsins fyrir árið 2001.
 1. Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 30. október 2001, varðandi könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla.
 1. Lagt fram til kynningar bréf frá skólastjóra og kennurum Tónlistarskóla Skagafjarðar, sem afhent var á sveitarstjórarfundi 13. nóvember 2001 vegna yfirstandandi kjaradeilu tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaga.
 1. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að slíta hlutafélaginu Tildu ehf. og gerir ekki kröfu vegna nafnsins.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1205.